KVENNABLAÐIÐ

Norsk kona hjálpar ungu fólki í sjálfsvígshættu með því að vakta Instagram

Ingebjørg Blindheim er 22 ára norsk kona frá Bergen, Noregi, og hún er kölluð er „lífvörðurinn” þar sem hún sér á Instagramreikningum fólks hvort það sé í sjálfsvígshættu.

„Ég sé mikið af fólki sem vill deyja,” segir þessi unga kona í viðtali hjá BBC. „Ég ætla ekki bara að horfa á fólk segjast ætla að taka sitt eigið líf og hunsa það og vona það besta.”

Þetta er ekki hlutverk sem Ingebjørg kaus sér, að hjálpa Instagramnotendum í sjálfsvígshættu. Hún vinnur ekki hjá samfélagsmiðlinum og hún fær ekki greitt. Hún er ekki þjálfuð eða menntuð í slíku fagi að hún geti hjálpað fólki, en henni finnst hún knúin til að hjálpa fólki. Sérstaklega þar sem oft er síðasta hálmstráið að fara á netið og pósta örvæntingunni.

Auglýsing

„Mér finnst stundum þegar ég er ekki í símanum að fylgjast með, að fólk geti gert sér eitthvað og enginn hafi séð neitt,” segir hún. Þetta þýðir að hún fylgist stöðugt með Instagram og bera kennsl á þá sem eru í hættu og láta þá lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk vita. Hún játar að hafa sofið ekki á nóttunni. Hún segist líka vera svo upptekin af símanum að það geri fjölskyldu hennar og vini reiða. En hún óttast að án hennar afskipta muni fólk deyja.

Ingebjørg fylgist með um 450 Instagramreikningum sem eru lokaðir – þ.e. fólk þarf að samþykkja hana áður en hún getur fylgst með því. Oftast eru þetta ungar konur, en þó ungir menn einnig. Þetta er furðulegur heimur persónulegra hugsana, mynda og játninga, og bannað er að kjafta frá.

Ung kona er tók eigið líf. Hún hafði póstað ýmsu á Instagram varðandi sjálfsvíg
Ung kona er tók eigið líf. Hún hafði póstað ýmsu á Instagram varðandi sjálfsvíg

Þegar Ingebjørg hringir í lögregluna er hún varkár, hún vill ekki gefa of mikið upp um samfélagið á Instagram til að koma þeim enn frekar út á jaðar samfélagsins. Henni líður stundum eins og einkaspæjara, að grafa upp eins mikið og hún getur um fólkið til að koma því á réttan stað.

Viðbrögðin sem hún fær frá fagfólki eru misjöfn. Stundum er henni þakkað, en oft er henni ekki trúað. Fyrr á árinu reyndi Ingebjørg að fá lögreglu til að skipta sér af þegar stúlka sagðist ætla að taka eigið líf. Lögreglan sagði hana hafa hótað því 16 sinnum áður og þeir tryðu henni ekki. Næsta dag hringdi lögreglan í Ingebjørg og sagði stúlkuna hafa tekist ætlunarverk sitt. „Ég grátbað þá um að kíkja á hana og athuga hvort hún væri í lagi. Þeir tóku því ekki alvarlega.”

Ingebjørg þekkir málið af eigin raun. Þegar hún var ungur táningur átti hún við átröskun að stríða og fór hún á Twitter til að fylgjast með því sem fólk var að deila – um átröskun og sjálfsskaða: „Ég sá fólk fékk athygli og samúð frá fólki sem skildi og var ekki sama. Ég vildi það líka því ég fann það ekki með vinum mínum, að ég tilheyrði.”

Ingebjörg
Ingebjörg

Þessir Instagramreikingar sem hún fylgist með eru þó allt öðruvísi: „Það er í raun öfugt – því ömurlegari mynd eða hugsun sem þú póstar, því meiri athygli fær hún og „like.” Það er viss „keppni” í gangi og þetta er í raun handbók fyrir þá sem vilja skaða sig eða jafnvel taka sitt eigið líf.“

Hún heldur áfram: „Þessi samfélög gera fólk verra því þarna færðu hugmyndir um hvernig fremja á sjálfsvíg, svelta þig, losa þig við matinn sem þú borðaðir og hvernig þú getur falið veikindin fyrir öðru fólki.” Sjálfsskaðendur fluttu sig frá Twitter á Instagram, þar sem auðveldara er að felast þar.

Vinkona Ingebjørg framdi sjálfsvíg, en þær voru báðar sjúklingar á sömu geðheilbrigðisstofnun. Þær útskrifuðust báðar á sama tíma, Ingebjørg var jákvæð og taldi sig hafa fengið bata, vinkona hennar hótaði sjálfvígi. Þegar heim var komið sendi vinkonan mynd af lestarteinum og Ingebjørg hringdi en hún sagðist vera í lagi. Svo nokkrum klukkustundum frétti hún af andlátinu: „Það er þess vegna sem ég geri það sem ég geri. Ég lofaði mér því eftir að ég missti bestu vinkonu mína að ég myndi gera allt til að koma í veg fyrir að fólki liði eins og mér leið eftir missinn.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!