KVENNABLAÐIÐ

Ótrúlega bragðgóðir Detox megrunardrykkir

Um daginn gáfum við ykkur uppskrift af ótrúlega öflugum detox drykk sem ég vona að flestir hafi prófað því það er ótrúlegt hvað hann virkar vel. Gott að blanda hann og eiga í ísskápnum fyrir vikuna.

Hér koma uppskriftir af 5 öflugum detox drykkjum og í næstu viku munum við deila 5 til viðbótar.

Náttúran er full af grænmeti, ávöxtum og hnetum sem koma með ótrúlega öflugum detox eða afeitrunar-eiginleikum. Þú þarft ekkert annað af detox fæðurbótaefnum ef þú drekkur eftirfarandi innihaldsefni daglega. Með réttri uppskrift þá þarftu ekki að hafa áhyggur af vondu bragði eða hitaeiningum. Drykkirnir á þessum lista er mjög bragðgóðir og frábærir fyrir mittismálið.

Raspberry-cherry-smoothie
1. Hindberja drykkur
Ef þú veist ekki mikið um hindber þá heldur þú kannski að hindberja drykkur geti virkað í detox. Þó er sannleikurinn sá að hindber ýta undir framleiðslu líkamans á afeitrunar ensímum.

Innihald
1 lófi Fersk/frosin hindber
150 ml möndlumjólk
1 kirsuber
1 mtsk Hunang
pínu ferskt rifið engifer
1/2 mtsk hörfræ olía
1 mtsk sítrónusafi

Kale-and-fruit-smoothie

2. Ávaxta- og káldrykkur
Kál er eitt besta detoxunar innihaldsefni sem til er. Það er fullt af mikilvægum vítamínum, steinefnum og járni. Drykkurinn er einnig frábær uppspretta andoxunarefna. Bætir meltinguna, styrkir ónæmiskerfið og bætir andlegt jafnvægi.

Innihald
2 lófar kál
smá steinselja
3 sellerý stilkar
1/2 mangó
1 appelsína
smá mynta

Kale-smoothie
3. Kál detox drykkur
Fullur af andoxunarefnum og B6 og A vítamíni og hjálpar lifrinni að hreinsa sig og því góður til að byrja daginn á. Mjög sniðugt að gera í miklu magni á sunnudagskvöldi og eiga fyrir vikuna.

Innihald
Skál af káli
5-6 möndlur
1/2 agúrka
1 pera
1/2 avókadó
smá rifið engifer
1 lítil ferna af kókósvatni

Spirulina-detox-breakfast-drink
4. Spirulinu drykkur
Spirulina er örugg baktería með öflug detox áhrif sem má borða. Ef þú býrð þar sem er mengun þá hjálpar spirulina við að hreinsa líkamann.

Innihald
1 lófi kál
2 tsk spirulina duft
1/2 avókadó
200 ml möndlumjólk
1/2 banani
nokkur bláber
pínku vanilla

Healthy-orange-papaya-and-carrot-smoothie
5. Papaya safi
Papaya drykkurinn hreinsar eftir þörfum. Hann hefur frábæra andoxunar eiginleika og er eins og náttúruleg laxerolía sem hreinsar ristilinn.

Innihald
Papaya
2 gulrætur
2 appelsínur
1 mstk hunang
1 mtsk sítrónusafi
Kókosvatn þar til drykkurinn er mjúkur og fínn.

Í næstu viku birtum við aðrar 5 uppskriftir að ferskum detox drykkjum.

Uppskriftir af Womens Health and fitness magazine

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!