KVENNABLAÐIÐ

Simon Cowell breytti einu í mataræðinu sínu og grenntist um tíu kíló!

Þáttastjórnandinn vinsæli, Simon Cowell, hefur verið að spóka sig að undanförnu, enda er kappinn orðin mun grennri en hann var. Er Simon (59) búinn að grennast um heil tíu kíló og fór með kærustunni sinni Lauren Silverman (41) í Syco sumarpartíið í Victoria and Albert safnið í  Knightsbridge, London, fimmtudaginn 4. júlí.

Auglýsing

cow93

Simon var spurður hvað hann hefði gert til að grennast svo og svaraði hann því til að hann sé orðinn grænkeri (e. vegan) og áhrif þessa hollustulífsstíls sáust svo sannarlega í gærkvöld á meðfylgjandi myndum.

Auglýsing

cow in

Simon var í víðu, svörtu buxunum sínum sem eru einskonar vörumerki hans og hvítri opinni skyrtu sem hann er þekktur fyrir.

Simon hóf að grenna sig árið 2017 þegar hann lenti á spítala með of lágan blóðþrýsting. Hann fór þá til sérfræðings sem sagði honum að hætta að borða mjólkurvörur og kjöt.

com 12

Sagði hann í viðtali við Extra: „Ég fór að hitta þennan gaur sem er mjög vel þekktur. Og hann sagði við mig, eftir að hafa tekið blóðprufur: „Þú getur ekki borðað rautt kjöt, mjólkurvörur, sykur, brauð eða glútein.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!