KVENNABLAÐIÐ

Vegan skyndibiti í mikilli sókn í Bretlandi

Þrátt fyrir að eiga langt í land með að slá kjúklinga-chow mein út sem uppáhalds skyndibiti Breta er fimmföld aukning á kröfum um vegan skyndibita á síðastliðnum tveimur árum.

Borgarar sem gerðir eru úr svartbaunum, sætum kartöflum, kínóa og fleiru og vegan „steiktur kjúklingur“ er eitthvað sem er að verða vinsælla á skyndibitastöðum en kebab og tikka masala þegar fólk nennir ekki að elda.

Talið er að um 600.000 manns séu vegan eða grænkerar í Bretlandi (2018). Með aukningu á „flexitarians“ sem teljast þeir sem borða kjöt en kjósa að minnka kjötneyslu má sjá 388% aukningu milli 2016-2018 hjá þeim sem kjósa vegan skyndibita.

Auglýsing
 Pakistanskur, grískur og tyrkneskur matur sem hægt er að taka með heim eru vinsælli en kínverskur og indverskur. Hið venjulega heimili eyðir um 15% innkomunnar á tilbúinn mat sem er meira en árið 2015 en þá var það 11%.
Paul Baron, eigandi skyndibitastaðarins I Am Doner, segir að vegan kebabið seljist alltaf upp – á undan kjúklingnum, halloumi og falafel. Það er búið til úr seitan, sem er úr hveitiglúteini. Stundum selst það upp á undan lambakebabinu einnig: „Kröfurnar aukast frá viku til viku. Vegan liði kemur í allskonar stærðum og gerðum. Fullt af fólki kemur sem er ekki vegan.“
Pöntunarþjónustan Deliveroo segir að vegan pantanir hafi fjórfaldast á tveimur árum og fleiri vegan staðir eru komnir á appið þeirra – aukningin nemur 168%, sem er ótrúlegt.
Auglýsing

Vinsælustu réttirnir í appinu eru vegatsu frá Wagamama (vegan katsu karrí), vegan margaríta frá Pizza Express og reyktur chorizo og ostborgari frá Arancini Brothers.

Fólk er því ekki að sleppa skyndibitanum, heldur snúa sér að honum, segir Ibrahim Dogus, formaður British Takeaway Campaign.

Veitingamenn verða því að anna eftirspurn fyrir það fólk sem kýs að borða ekki kjöt eða minnka dýraneyslu. Jet2 flugfélagið býður nú upp á arrabiata pasta á matseðli og Ryanair býður upp á vegan lasagna.

 

Heimild: The Guardian

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!