KVENNABLAÐIÐ

Ekkja Hughs Hefner syrgir hann enn

Tvö ár eru nú síðan Playboy-kóngurinn Hugh Hefner varð allur. Ekkja hans Crystal Hefner (33) minnist hans enn og skrifaði hún af því tilefni á Instagram að hún hafi saknað hans í tvö ár, en hann lést 27. september 2017: „Hef saknað þín í tvö ár í dag ❤️

Auglýsing

Hugh var 91 árs þegar hann lést af náttúrulegum orsökum á heimili sínu, The Playboy Mansion, umkringdur ástvinum.

Hef og Crystal, sem var leikfélagi mánaðarins í desember árið 2009, hófu samband sitt þegar fyrrum kærustur hans, þríeykið Holly Madison, Kendra Wilkinson og Bridget Marqueardt fluttu út. Þau gengu í það heilaga þann 31. desember 2012 og voru saman þar til Hugh féll frá.

Hugh var lagður til hinstu hvílu við hlið Marilyn Monroe sem var fyrsti leikfélaginn í Westwood Village Memorial Park í Los Angeles. Hef keypti staðinn árið 1992 fyrir 75.000 dali og sagðist hvergi annarsstaðar vilja vera.

Crystal fékk arf eftir eiginmanninn – fimm milljónir dala og fjögurra herbergja heimili með fimm baðherbergjum í Hollywood Hills.

Auglýsing

View this post on Instagram

Missing you for two years today ❤️

A post shared by Crystal Harris Hefner (@crystalhefner) on

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!