KVENNABLAÐIÐ

Ása var í algjöru sjokki í Grafarvoginum: „Andstyggilegt að lenda í þessu“

Ásu nokkurri, íbúa í Grafarvoginum, var heldur betur brugðið eftirað drengir grýttu snjóboltum og steinum í gluggan hjá sér. Þegar hún reyndi að ræða við drengina grýtti einn þeirra grjóti að Ásu og syni hennar.

Ása segir frá atvikinu í samfélagi hverfisbúa á Facebook. Atburðarrásinni lýsir hún með eftirfarandi hætti:

„Voru tveir drengir að grýta snjópboltum og steinum í gluggann hjá mér. Fór út að ræða við þá um að svona hegðun er ekki boðleg og sagði að næst skyldi ég taka af þeim mynd til að finna foreldra þeirra. Þá grýt´ti annar drengurinn steini í áttina að mér, sem lenti næstum á son minn og vin hans. Eruð þið til í að ræða við börnin ykkar um hverssu alvarlegt þetta getur orðið? Börn eru börn og allt það en aldrei er of seint að kenna þeim að bera virðingu fyrir náunganum,“ segir Ása.

Fjölmörgum hverfisbúum er afar brugðið við lýsinguna. Ágústa er ein þeirra. „Andstyggilegt að lenda í þessu,“ segir hún. Tryggvi vill að tekið sé á málunum af yfirvöldum. „Hringja beint í lögreglu í svona aðstæðum,“ segir Tryggvi.

Karólína virðist kannast við drengina. „Örugglega sömu strákar köstuðu snjóbolta í mig þegar ég var í göngutúr í Rímahverfinu og ég sagði þeim sama og þú , þá hlupu þeir í burtu. Lenti í þessu í fyrsta skipti og fannst frekar óþægilegt, þar sem þeir voru frekar dónalegir,“ segir Karólína.
Sigrún hefur líka lent í þessu og hefur ráð til að bregðast við. „Ég þykist alltaf þekkja mömmu eða pabba þeirra þegar ég hitti svona stráka.. ekkert fyndnara en að sjá þá spretta í vurtu laaaafandi hrædda þegar ég tek upp símann og þykist hringja,“ segir Sigrún.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!