KVENNABLAÐIÐ

Íslendingar þriðja hamingjusamasta þjóð heims: „Það kom mjög á óvart“

Ísland er í þriðja sæti yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Landið fellur niður um eitt sæti milli ára þar sem Íslendingar voru í öðru sæti lista World Happiness Report í fyrra en könnunin er framkvæmd á heimsvísu af Gallup þar sem tekið er mið af landsframleiðslu, lífslíkum, frelsi og spillingu.

Í hittifyrra sat Ísland í fjórða sæti listans og því ljóst að kórónuveirufaraldurinn hefur ekki haft ýkja mikil áhrif á hamingju þjóðarinnar.

Líkt og undanfarin ár eru norðurlöndin ofarlega á listanum yfir hamingjusamar þjóðir heims.  Enn og aftur situr Finnland  í efsta sæti lsitans en þetta er í fimmta árið í röð. Danmörk vermir annað sætið í ár en Svíþjóð og Noregur eru í sjöunda og áttunda sæti.

Önnur lönd á topp 10 listanumeru Sviss, Holland, Lúxemborg, Ísreal og Nýja Sjáland.

John Helliwell, einn af ritstjórum skýrslunnar, segir að það hafi komið sér á óvart hvað velvild jókst mikið í heimsfaraldrinum. „Það kom mjög á óvart að á heimsvísu hafi verið mjög stórar jákvæðar breytingar í þremur birtingarmyndum velvildar,“ segir hann.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!