KVENNABLAÐIÐ

Skelfileg sjón blasti við Höllu á Tenerife: „Æji frekar glatað að lenda í svona“

Veitingahúsaeigandanum Höllu Birgisdóttir á Tenerife brá heldur betur í brún þegar hún mætti til vinnu í vikunni. Hún rekur Íslendingastaðinn Bambú og þar var allt á hvolfi eftir óveður sem gekk yfir eyjuna fögru.

Svo mikið sandfok var á eyjunni og hvassviðri að útisvæði veitingastaðarins var í rúst eftir óveðrið. Höllu var ansi brugðið og birti myndir af ástandinu á veröndinni á Facebook:

„Viđ buđum henni Celiu rokrassgati ekki velkomna til okkar í gær en hún àkvađ samt ađ trođa sèr inn!“

Fjölmargir sýna Höllu stuðning í orði og tjá sig undir færslu veitingahúsaeigandans. Sigurjóna er ein þeirra. „Æji frekar glatað að lenda í svona veðurham ,gangi ykkur vel Halla min,“ segir hún.

Súsönnu var líka brugðið. „Ömurlegt að sjá þetta, gangi þér vel að koma öllu í stand aftur !,“ segir Súsanna. Og Sigrúnu líka. „Jesús minn.. svakalegt,“ segir hún.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!