KVENNABLAÐIÐ

Stjörnuspá vikunnar: Ástin og lífið

Hrúturinn

Ástarguðirnir hafa skipt upp vikunni hjá þér og fyrri hluta vikunnar blómstrar rómantíkin og allt er auðvelt. Seinni hluta vikunnar þarftu að vera viss um að þú lokist ekki og haldir tjáskiptum opnum. Annars er hætt við að spenna myndist og þið þurfið að eyða tíma og orku í að gera upp hluti úr fortíðinni og finna leið til að vinna ykkur út úr því.

Nautið

Rómantík og ástarlukka leikur ekki við þig þessa viku. Allt virðist sitja fast. Ef þú ert einhleyp þá eru nánast engar líkur á að þú hittir þann eina sanna þessa vikuna. Best er að einbeita sér að vinnu eða námi þessa viku og reyna hugsa ekkert um ástarmálin. Hjónalífið er stirt og þessi vika verður vonandi fljót að líða.

Tvíburinn
Á mánudaginn fer Satúrnus inn á sambandshluta Tvíburans og ákveðinn að láta það virka. Eftir erfiða mánuði í sambandsmálum og svo mikla spennu þá er gott að gera hreint í kringum sig og halda áfram. Ef það er eitthvað sem er ósagt og ekki komið upp á yfirborðið á miðvikudaginn þá mun það hreinsast út þá og það verður ekki annað eins gott tækifæri á næstunni til að segja skilið við fortíðina.

Krabbinn
Það er rómantík í loftinu allt í kringum Krabbann þessa viku. Eitthvað sem þú hefur beðið eftir lengi mun gerast þessa vikuna. Það gætu orðið einhverjir minniháttar árekstrar í lok vikunnar en það er ekkert sem þú þarft að stressa þig á. Reyndu að skipuleggja eitthvað skemmtilegt og óvænt næstu helgi og þá muntu eiga frábæra viku ástarlega séð.

Ljónið
Það er mikilvæg vika fyrir bæði í rómantík og sambands málum og það er samkeppni á milli sambands- og ástarguðanna. Það er ekki eins og þeir geta ekki unnið saman heldur vilja báðir alla þína athygli þessa viku. Reyndu að nýta þessa viku til fullnustu og sinna sambandinu og eyddu miklum tíma í svefnherberginu. Það mun borga sig.

Meyjan
Það er einhverskonar nostalgía í gangi í rómantíkinni hjá þér. Þú saknar fyrri tíma og gætir þurft að loka opnum dyrum til að geta haldið áfram. Þú þarft að hlúa að sambandinu í upphafi vikunnar og vertu viss um að tjáskiptin séu í lagi á milli ykkar. Reyndu að finna smá kæruleysi í þér og slökktu á fullkomnunaráráttunni og skemmtu þér.

Vogin
Þetta er góð vika fyrir Vogina og ástina. Rómantík og samband vill athygli þína á sama tíma en þú ræður léttilega við það. Það er fullt tungl í tjáskiptum hjá þér um miðja vikuna og það ætti að gefa sambandi þínu boost. Miðvikudagurinn er einstaklega spennandi hjá Voginni og þú ættir að plana eitthvað hvort sem það er með maka ef þú ert í sambandi eða með sjálfri þér ef þú ert einhleyp.

3970026848_abd7000d04_o

Sporðdrekinn

Venus er ríkjandi í ævintýra hluta stjörnukortsins fyrri hluta vikunnar og því ættir þú að gera eitthvað óvænt og skemmtilegt. Þú verður rækilega minnt á það að hamingjan er ferðalag og kærar minningar munu ilja þér og þú verður spennt fyrir framtíðinni og hvað hún ber í skauti sér. Rómantíkin ræður ríkjum næstu helgi.

Bogmaðurinn
Enn reynir á sambandið þar sem spenna hefur safnast upp síðustu mánuði og þetta hefur verið erfitt. Núna er komið að einskonar loka hnykk á áreynsluna í sambandinu. Eftir þetta er komin niðurstaða. Það fer allt eins og það á að fara. Þú færð stuðning vina við að byggja upp samband þitt og stóran fjárhagslegan stuðning eða inngrip sem mun koma ykkur á mun betri stað.

Steingeitin
Þetta er ekki rétti tíminn til að standa í endurskoðun á sambandinu og þú ættir bara að reyna láta þessa viku líða áreynslulaust fyrir sig. Þú gætir fara að velta því fyrir þér hvað þú vilt út úr sambandi en ekki reyna neitt mikið að tjá þig þessa viku. Það er lokað á allt slíkt.

Vatnsberinn
Þú ert í ákaflega mikilvægri viku fyrir bæði samband og rómantík. Þetta er byrjunin á mjög rómantísku sumri hjá Vatnsberanum eftir mjög svo mikla stöðnun. Strax uppúr miðri viku þá verður viðsnúningur í ástamálunum hjá þér og þú upplifir öryggi og hamingju sem aldrei fyrr. Mundu bara eftir litlu hlutunum, þeir skipta svo miklu máli.

Fiskurinn
Eftir mjög svo gott tímabil hjá Fisknum þá er komið að viku sem gæti reynt svolítið á. Ef þú ert í sambandi þá þarftu að veita því athygli og vanda þig í samskiptum. Ef þú ert einhleyp en búin að hitta einhvern sem þér líst á þá gæti komið upp smá hik þessa vikuna og þá máttu ekki panika heldur skaltu halda ró þinni og allt mun verða í lagi.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!