KVENNABLAÐIÐ

Viltu vita hvort fyrrverandi er í nöp við þig? Hvað segja stjörnumerkin?

Hvað geturðu lesið af fyrstu merkjunum í upphafi sambands?

Hrútur

Mun ekki gefa upp neina sérstaka ástæðu fyrir sambandsslitum. Sambandið var einfaldlega ekki að virka. Á meðan brostið hjartað er enn blæðandi, skipta þeir snögglega um umræðuefni eins og EKKERT HAFI Í SKORIST. Ef þú ert opin(n) fyrir einum snöggum með fyrrverandi er hrúturinn alltaf tilkippilegur. Kaldur sannleikur.

Naut

Hefur áráttu fyrir makanum en fer leynt með það. Ef þú slítur sambandi við naut muntu ekki heyra frá manneskjunni en finna fyrir nærverunni því nautið mun áfram fylgjast með þér. Þeir eru leyniþjónusta samfélagsmiðla og njósnarar af guðs náð. Naut eru ekki hrifin af því að sleppa takinu.

Auglýsing

 

Tvíburar

Þú munt ekki taka eftir svo miklum mun á að vera í sambandi með tvíbura eða ekki. Þeir vilja sitt svigrúm og pláss, svo ekki sé minnst á muninn á milli þess að sveiflast frá því að vera yfir sig ástfanginn og áhugalaus, sem gerist að lágmarki tvisvar á dag. Þú gætir jafnvel átt í betra sambandi við tvíbura með því að vera ekki bundinn honum. Með því ertu nefnilega ~ forboðin ávöxtur ~ sem er svo pirrandi við þetta sambandsfælna stjörnumerki.

Krabbi

Þetta stjörnumerki ber að varast sem fyrrverandi. Þeir hafa skáp eða réttara sagt fullt hús af fyrrverandi sem þeir hafa aldrei sleppt takinu af og njóta þess að komast í samband við eftir hentugleika. Viðvörun: þú ert ALDREI örugg(ur) ef fyrrverandi er í nánasta umhverfi.

Auglýsing

 

Ljón

Elska drama.  Gerðu ráð fyrir heilri raunveruleikaþáttaröð. Ef ástföngnu ljóni er sagt upp mun það væla og skæla í áheyrn allra með tilþrifum. Ef það er ljónið sem hefur slitið sambandinu gæti það tekið upp á því að stríða þér með því að rekast á þig af “tilviljun,,. Ekki falla fyrir því og virtu slíkt að vettugi. Þetta er bara sýning eins og uppáhalds sjónvarpsþáttaserían þín á Netflix, sem mun að lokum enda.

Meyja

Mun fara leynt með þá trú að þú munir aldrei finna nokkurn (nokkurra) betri fyrir þig en meyjuna en á sama tíma trúir fólk í þessu stjörnumerki að það hafi aldrei verið nógu gott fyrir þig. Afar villandi.

 

Vog

Er samstundis komin í annað samband eftir að hafa lokið öðru. Venus er harður húsbóndi. Þú verður að halda manneskju í Vogs-merkinu heitri og næra aðdáanda þinn. Þú munt velta vöngum yfir því hversu sjóðheitt samband gat kólnað svo fljótt. Manneskjur í þessu stjörnumerki eru heillandi en það er ekki alltaf mikið á bakvið persónutöfrana.

Sporðdreki

Ef þú kemst lifandi og í heilu lagi frá sambandsslitum við Sporðdreka muntu verða öflugri eftir á. Þú hefur náð þér vel og ekki horfa í baksýnisspegilinn. Breyttu símanúmerinu þínu, jafnvel nafni og heimilisfangi. Það er komin tími til að skrá sig í  sporðdrekavarnarþjálfun.

Bogmaður

Þið munuð líklegast vera vinir. Bogmaðurinn er einfaldlega of skemmtilegur  til að geta verið reiður út í til langs tíma. Þangað til að þú kemst að því að strengirnir í boganum voru fleirri en þinn á meðan þið voruð saman. Þeir ranghvolfa augunum á meðan þeir segja, “Æ, ég SAGÐI þér frá “HENNI,,. Nei og aftur nei, þér var ekki sagt frá þessu. Hataðu leikinn en ekki leikmanninn.

Steingeit

Mun líta á sambandsslitin eins og samkeppni, sem hún ætlar sér að vinna. Þetta er mjög mikilvægt fyrir (djúpa og viðkvæma) sál steingeitarinnar. “Að vinna” orustuna felst í því að líta strax vel út eftir sambandsslitin, taka aftur við fyrrverandi, verða stjarna/sóðalega ríku(ur)/njóta velgegni og vekja stöðugt athygli á því. Tilgátan er þessi, að eftir því sem sporðdrekar eiga fleirri fyrrverand njóta þeir meiri velgengni. Þú ert í raun að gera þeim greiða.

Vatnsberi

Mun spyrja sig spurninga. Er þetta manneskja sem mér líkaði einu sinni við? Á meðan sá sem sambandsslitunum verður er enn að þerra tárin eru vatnsberar nú þegar önnum kafnir við að útbúa geimskip/byggja stórborg úr endurunnu plasti/synda með hákörlum því að þeir telja sig vera ofur kelibangsa. Vatnsberar hafa hjarta en þeirra slær ekki eins og allra annarra. Þú getur ekki vænst þess að heyra nokkurn tíman frá þeim aftur.

Fiskar

Ljótan harmgrátur er það sem þú munt fá. Þeir munu væla, biðja og skríða á eftir þér, biðjandi um að fá að hittast og bara TALA saman. Ekki falla fyrir því. Þú þarft að sýna grimmd til að sýna væntumþykju og fjarlægja þig alveg úr hafi sjálfsvorkunnar. Án gríns, fólk í fiska-merkinu kemst yfir sambandsslit þó ótrúlegt megi virðast og mun lennda í dásamlegum ástarævintýrum (fiskar elska að vera ástfangnir). Það þarf bara aðeins að komast yfir smá hjalla fyrst. Fiskar eru einfaldlega of tilfinningasamir.

Úr Cosmopolitan

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!