KVENNABLAÐIÐ

Hugsanlega besta GUACAMOLE í heimi!

Avókadó er svo gott. Stútfullt af hollri fitu og næringarefnum og hvað er betra en gott Guacamole. Þessi uppskrift er svolítið spes því hún rífur í og er alveg sérstaklega góð með ísköldum bjór, nachos og auðvitað í góðra vina hópi!

Haas avókadó lítur svona út!

Hugsanlega besta GUACAMOLE í heimi!

3 Avókadó, steinninn tekinn úr, afhýðið og saxið ávöxtinn
1 lime, safinn kreistur úr og lagður til hliðar
1/2 tsk salt
1/2 tsk Cumin
1/2 tsk cayenne pipar
1/2  laukur smátt skorinn
1/2 jalapeno pipar, fræin fjarlægð og piparinn skorinn smátt.
2 tómatar, fræin tekin úr og skornir afar smátt
1 msk saxað kóríander
1 hvítlauksrif, pressað

Setjið avókadóið í skál og hellið sítrónusafa yfir til að bleyta þau öll vel og vandlega. Hellið sítrónusafanum af og notið síðan gaffal eða kartöflustappara til að merja avókadóið. Bætið kryddinu við og blandið öllu vel saman. Þar næst setjið þið laukinn,hvítlaukinn,tómatana, piparinn og kóríander saman við ásamt. Blandið þessu vel saman og látið standa í klukkustund inni í ísskáp áður en þetta er borið fram.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!