KVENNABLAÐIÐ

Vissirðu að steinlaus avókadó eru til?

Avókadó eða lárpera eins og hún heitir í raun á íslensku er afskaplega vinsæll ávöxtur í ýmislegt, s.s. samlokur, salöt, þeytinga og fleira. Avókado hefur verið í fréttunum undanfarið, rúmlega tveggja kílóa avókadó var ræktað á Hawaii á dögunum og fyrir það var avókadó með lágu fituinnihaldi kynnt. Nú er það í fréttum enn á ný, en steinlaus avókadó eru seld í Marks & Spencer í Bretlandi.

Auglýsing

Það er til fyrirbæri sem kallast „avocado hand“ en það er þegar manneskja sker sig þegar hún er að reyna að ná steininum úr. Nýja avókadóið myndi því spara margar ferðir á bráðavaktina. Avókadóið er kallað kokteil avókadó og er ræktað á Spáni.

Fresh whole and half cocktail avocado's

Því miður er það illfáanlegt, meirihlutinn er sendur á markað í París þar sem fínni veitingahús fá þau til sín. Marks & Spencer verslunin gat fengið eitthvað þannig þau eru seld þar, fimm í pakka.

Auglýsing

Á meðan þú bíður eftir að geta keypt steinlaus avókadó er hér myndband sem sýnir hvernig hægt er að ná steininum úr og búa til fallegt „blóm“ úr ávextinum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!