KVENNABLAÐIÐ

Brilljant BURRITO til að borða á morgnanna

Þetta er æðisleg hugmynd að morgunverðarvefjum. Þetta er svo auðvelt og svo er þetta sjúklega gott og auðvelt að taka með sér í vinnuna ef þú ert á hlaupum. Svo má gera margar og hita í örbylgjunni eftir hendinni þegar hungrið sverfur að.

1. Hitaðu brauðið á pönnu stutta stund og veltu því við.

Easy-Breakfast-Roll-Ups-1

2. Leggðu ostinn á heita hlið vefjunnar svo hann bráðni stutta stund. Takið af hellunni og leggið á bretti.

Easy-Breakfast-Roll-Ups-3

3. Hrærðu eitt egg í skál og saltaðu og pipraðu eftir smekk og helltu á heita pönnu. Ein tsk af ólífuolíu er hæfilegt til að steikja eggið. Veltu pönnunni svo að eggjahræran þekji alla pönnuna og steiktu stutta stund. Engin ástæða til að snúa við því þetta er svo þunnt lag. Leggðu nýbakaða eggjahræruna á vefjuna með ostinum. Skelltu handfylli af fersku spínati yfir og rúllaðu upp!

Easy-Breakfast-Roll-Ups-5

4. Skerðu vefjurnar í tvennt og taktu nokkrar með þér í vinnuna og gleddu samstarfsfélagana!

Easy-Breakfast-Roll-Ups-6

Leyfðu þér svo að skapa þínar eigin vefjur; rjómaostur, rifinn ostur, skinkustrimlar, salsasósa, lax, mizunasalat, klettasalat, pesto…möguleikarnir eru endalausir… Ef þið prófið að búa til svona vefjur sendið okkur þá endilega myndir í skiló á Facebook.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!