KVENNABLAÐIÐ

Sannleikurinn um miðnætursnarl

Við höfum öll heyrt þetta: Ef þú borðar seint á kvöldin muntu fitna, ekki sofa eða þú hefur slæma matarsiði. En hvað ef garnirnar gaula þegar klukkan nálgast miðnætti? Þú hlýtur að hlusta á magann, það er virkilega erfitt að beita sig þeim sjálfsaga að fara að sofa með gaulandi garnir!

Er það samt í rauninni svo slæmt að borða seint á kvöldin? Svefnfræðingar og næringarfræðingar hjá Sleep Number hafa tekið höndum saman til að komast að því af hverju við þörfnumst stundum matar á kvöldin, hvernig miðnætursnarl hefur áhrif á líkamann og hvaða miðnætursnarl er hægt að fá sér án þess að bæta á sig.

Árið 2013 var gerð rannsókn af tímaritinu Obesity sem komst að því að sjálfboðaliðar í tveggja vikna rannsókn voru svangastir í kringum miðnætti sama hvenær þeir vöknuðu, hversu mikið þeir borðuðu yfir daginn og hvenær þeir borðuðu síðast. Þessi þörf gerði vart við sig á þessum tíma og var krafan yfirleitt feitur matur, sykraður, saltur eða fullur af sterkju. Semsagt: Ekki ávextir, grænmeti eða trefjar.

Auglýsing

Suzanne Jezek-Arriaga næringarfræðingur segir margar ástæður þess að fólk borðar seint á kvöldin: „Stundum er það vegna þess fólki leiðist eða ef líkaminn er ekki að fá næga næringu. Ef þú borðar of mikið sælgæti, skyndibita eða kolvetni og borðar ekki nægilega mikið af hollri fitu og prótein að degi til geturðu hrapað í insúlíni á kvöldin sem orsakar þörf á miðnætursnarli.“

Einnig segir hún að hormónamagn kortisóls sem leysir blóðsykur úr lifrinni gæti verið um að kenna: „Ef þú ert stressaður/stressuð getur kortisónmagnið farið upp á við og það orsakar hungur og lætur blóðsykurinn og insúlínið aukast.“ Kortisónið á að fara niður á kvöldin en ef þú vakir lengur en venjulega getur það farið upp aftur.

Lindsey Janerio næringarfræðingur í Flórída segir að þú getur fundið fyrir svengd á kvöldin ef þú sveltir þig á daginn: „Margir reyna að halda sig við hollt mataræði á daginn og fá kannski ekki næga orku. Það getur orsakað hungur sem truflar svefninn þannig að þú vaknar og getur ekki hugsað um neitt annað en mat. Þá ferðu og færð þér eitthvað sem er kannski hitaeiningaríkara en allar máltíðir dagsins samanlagðar. Þetta rýrir gæði svefnsins líka.“

Já, miðnætursnarl er slæmt fyrir okkur!

„Miðnætursnarl orsakar fleiri heilsufarsvandamál en að þyngjast. Samkvæmt danskri rannsókn getur þú einnig þróað með þér bakflæði og í verstu tilfellunum krabbamein í vélinda,“ segir Cara Walsh, næringafræðingur hjá Medifast Weight Control Centers í Kaliforníu.

Matur sem innbyrtur er seint að kvöldi verður sennilega geymdur sem fita…sem er svar líkamans við hungri. Við krefjumst feitmetis eða annarar óhollustu því líkaminn vill halda í þessar hitaeiningar. Áður varði þetta okkur gegn hungri en nú eru skyndibitastaðir út um allt, opnir alla nóttina.

Auglýsing

Hvernig geturðu hindrað þig sjálfa/n að æða í ísskápinn seint að kvöldi? Tehzeeb Lalani næringarráðgjafi segir að þú eigir að færa kvöldmatinn ef það hentar. Til dæmis: Ef þú ferð að sofa um klukkan 22, hafðu kvöldmatinn um áttaleytið, svo þú hafir allavega tvo tíma til að melta.

Ef það dugar ekki til skaltu fara varlega í hvað þú velur að láta ofan í þig: Borðaðu 150-200 hitaeiningar sem hafa hátt próteininnihald og takmarkaðu þig einnig að degi til…grísk jógúrt með berjum eða heilhveitibrauð með hnetusmjöri. Forðastu fitu, sterkan eða sykraðan mat eða mat sem inniheldur mikla sýru. Einnig drykki sem innihalda koffín eða alkóhól, því þeir geta valdið meltingartruflunum eða seinkað svefni. Einnig er gott að fá sér banana, þar sem hann inniheldur B6 vítamín og magnesíum. Möndlur eru líka góðar því þær innihalda magnesíum sem býr til melatónín sem er svefnhormónið.

Heimild: Huffington Post

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!