KVENNABLAÐIÐ

Viltu vita í hvaða stöðu þú sefur, segir til um þig?

Í hvernig líkamsstellingu þú sefur getur sagt mikið til um persónuleika þinn, venjur og jafnvel áhyggjur. Skoðaðu hvernig þú sefur og finndu út hvað hún segir til um þig?

Samkvæmt svefnasérfræðingum er hægt að finna samhengi milli þess hvernig einstaklingar sofa og persónuleika einstaklinga. Líkamstjáning á sér stað á öllum tímum sólarhrings og einnig þegar við sofum. Það gæti komið þér á óvart að komast að því, að hvernig þú sefur getur einnig haft áhrif á heilsuna.

Auglýsing

Merkingu hverrar svefnstellingar er hægt að finna hér að neðan

Screen Shot 2020-03-10 at 15.34.06

  1. Fóstrið

Fólk er sofandi á hlið, með kreppt hné í átt að bringunni, handleggirnir krosslagðir nálægt fótleggjunum. Heiti þessarar svefnstellingar er dregin af stöðu barna í móðurkviði.

Þetta er algengasta staðan sem flestir eru í. Í rannsókninni, sem vitnað er í hér að ofan, völdu 41% af 1.000 þátttakendum þessa stöðu, tvöfalt fleirri konur en karlar.

Hvað varðar persónuleikann er margt sem kemur til greina. Til dæmis tengist „að hjúfra sig saman“ og sofna, tengt næmi og tilfinningasemi, sem og tilhneigingu til sterkari samskipta. Manneskjan kann að virðast feimin við fyrstu sýn, en slakar síðan á og verður mjög hlýleg, elskandi en óttast að vera særð af öðrum.

Auglýsing
  1. Spítan

Einkennist af því að sofa á hlið með fæturna beina og hendur meðfam hlið eða eina undir koddanum, jafnvel upprétta.

Af þeim sem svöruðu könnuninni voru 15% sammála því að þetta fólk væri ekki tilfinningalega bælt, væri afslappað og ekki flóknir persónuleikar. Þeir væru mjög félagslyndir, lyndir við flesta, líður vel þegar þeir eru hluti af hópi, treysta öðrum og eru yfirleitt nokkuð saklausir.

  1. Ágjarni

Öxlin er bein, fætur svolítið beygðir fram, hendur teygðar fram og stundum undir koddanum.

13% sjálfboðaliðana sem svöruðu rannsókninni sögðust sofa í þessari stöðu. Þessi staða einkennir aðeins flóknari persónuleika. Þrátt fyrir að vera vingjarnleg og opin hefur þetta fólk tilhneigingu til að vera svolítið kaldhæðið og tortryggið gagnvart öðrum. Ákvarðanataka hjá þessu fólki getur tekið langan tíma, en þegar það finnur ástæðu til, getur ákvarðanatakan verið mjög einskorðuð, það er þrjóskt og það er ekkert sem fær það til að skipta um skoðun. Þetta fólk getur verið besti vinurinn og vanalega góð við alla.

  1. Hermaðurinn

Sefur með magann upp, fæturnir eru í sundur, handleggirnir liggja meðfram líkamanum (venjulega þétt upp að hlið) og hakan snýr upp í loft.

Í rannsókninni voru það ekki meira en 8% sem sofa á þennan hátt. Þetta fólk heldur sig útaf fyrir sig, er rólegt, næstum án sterkra tilfinninga, talar ekki mikið um sjálft sig við aðra, líkar ekki við að vera „miðlungs“ og hefur mjög há markmið og takmörk. Þeir eru tryggir og vernda fjölskyldu sína og ástvini, sem og vilja efla tengslin.

  1. Í frjálsu falli

Þessi svefnstaða er nefnd þessu nafni þar sem hún minnir helst á, eins og að einhver hafi fallið af himnum ofan. Þeir liggja á maganum, með höfuðið snúið til hliðar, með aðra höndina undir koddanum eða teygða upp.

Þetta átti við um 7% þeirra sem svöruðu könnuninni. Þetta fólk er mjög ákaft, út á við, áræðið og mjög viðkvæmt. Samkvæmt svefnsérfræðingum skiptir frelsið þá mestu máli, þeim líkar ekki að vera „stjórnað“ fram og til baka og hvað það eigi að gera (á hvaða sviði sem er, hvort sem það á við um, ástina, starfsframan, fjölskylduna, í samfélaginu, osfrv.). Hvað þá að vera gagnrýnt.

  1. Krossfiskurinn

Er andstæðan við þann sem er í frjálsu falli og þetta fólk liggur á maganum, með handleggina að hluta til í hring eða öllu leyti utan um/ á koddanum og fæturna niður.

5% þeirra sem svöruðu könnuninni þótti þetta ákjósanleg svefnstelling. Þetta fólk eru góðir hlustendur, mjög góðir vinir, alltaf tilbúnir að hjálpa öðrum, en oftast vilja þeir vera miðpunktur athyglinnar hvar sem þeir eru.

Hvað segir líkamsstaðan þín í svefni um þig?

Lækið og deilið – uppgötvaðu hvað svefnstellingin segir til um þig?

 

 

 

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!