KVENNABLAÐIÐ

17 ára stúlka með „þyrnirósarheilkenni“ getur sofið í allt að tvo mánuði í einu

Móðir 17 ára kólumbískrar stúlku greindri með „þyrnirósarheilkenni“ hefur beðið yfirvöld um hjálp við að hugsa um hana.

Sharik Tovar, kólumbíska bænum Acacías, hefur þjáðst af heilkenni sem kallað er Kleine-Levin síðan hún var tveggja ára. Þetta er ofur-sjaldgæft heilkenni, aðeins og vitað um 40 önnur tilfelli í heiminum. Einkennin eru mikill svefn, ásamt breytingum á heila og hegðun. Í tilfelli Sharik getur svefninn varað í allt að tvo mánuði en þá þarf móðir hennar Marleny að mauka matinn hennar og gefa henni á tveggja tíma fresti. Til að bæta gráu ofan á svart þjáist Sharik af tímabundnu eða langvarandi minnisleysi.

þyrni2

Auglýsing

„Eftir að hafa sofið í 48 tíma samfleytt í júní í fyrra missti hún minnið tímabundið. Hún spurði mig hver ég væri,“ segir Marleny Tovar við  Caracol News, og bætir við að lengsti svefn dóttur hennar hafi varað í tvo mánuði árið 2019, í janúar og febrúar.

Auglýsing

Móðir hennar þarf að gefa henni að borða á tveggja tíma fresti og mauka matinn. Dóttir hennar er ekki komin með fæðuslöngu þar sem enn er hægt að gefa henni mat í gegnum munn, en móðir hennar þurfti að hætta í vinnunni til að hugsa um hana. Þess vegna hefur hún beðið yfirvöld um hjálp.

Hjálparbeiðnum Marleny hefur ekki verið svarað. Þegar mál hennar rataði í fréttirnar árið 2017 var þeim lofað fríu húsnæði en það hefur ekki gerst enn. Móðir hennar hefur beðið heilbrigðisyfirvöld um matargjafir til að Sharik lifi af svefnköstin og einnig þarf hún hjálp vegna minnisskaðans: „Hún þarf eitthvað meira því hún borðar ekki á sama hátt og við.“

Það er engin lækning við Kleine-Levin heilkenninu, en talið er að það stafi af veirusýkingu.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!