KVENNABLAÐIÐ

Þessi fjögur stjörnumerki trúa á ást við fyrstu sýn

Það eru vísindi á bakvið að verða ástfangin/n við fyrstu sýn. Það er ekki neinn galdur, heldur líkaminn sem býr til hormón sem láta þér líða eins og þér líður. Það er ástæðan fyrir að þú horfir á manneskju og segir: „Já, hann er sá rétti/sú rétta.“

En er til fólk sem er líklegra til að falla fyrir einhverjum við fyrstu sýn? Já, fjögur stjörnumerki teljast líklegri en önnur. Þeir sem fæddir eru í þessum fjórum merkjum eru líklegri til að hafa ákefðina og ímyndunaraflið að verða ástfangnari á einu augabragði. Þeir eru þekktir fyrir framsækni og vita hvað þeir vilja. Þeir eiga einnig til að hafa það lifandi ímyndunarafl að þeir geta ímyndað sér að vera með einhverri manneskju án þess að þurfa að tala við hana.

Auglýsing

Þetta eru stjörnumerkin:

Hrúturinn (21. mars – 19. apríl)

Hrúturinn er þekktur fyrir að vera fyrstur í öllu og ástin er þar engin undantekning. Hann labbar inn í herbergi og er staðráðinn í að ná sér í maka. Ef hann ætlar sér það mun hann ná því markmiði. Ef hann finnur einhvern/einhverja frambærilega/n og beitir ýmsum brögðum til þess. Ef allt annað þrýtur mun hann verða mjög ákveðinn og jafnvel ýtinn. Hann er ekki sáttur fyrr en hann og hugsanlegur maki eru farnir að kela.

Hrúturinn er óþolinmóður og hvatvís. Hann hefur engan tíma til að verða ástfanginn „einhvertíma seinna“ – það er nú eða aldrei!

Krabbinn (21.júní – 22. júlí)

Þegar krabbinn sér álitlegan maka fer heilinn á honum á fullt. Hann sér fyrir sér framtíðina fyrir sér með honum. Hann fær þessar hugmyndir og verður tilfinninganæmur, hugfanginn. Hann á samt líka til að verða afbrýðisamur.

Auglýsing

Ljónið (23. júlí – 22. ágúst)

Ljónið getur verið herskátt og fullt sjálfstrausts þannig það er ekki hrætt við að nálgast hugsanlegan maka. Það trúir á ást við fyrstu sýn og já – það er sjálfsöruggt. Líkt og hrúturinn hefur það mikinn eldmóð. Ljónið þarf samt að passa sig því það vill „eiga“ mannskjuna. Þegar ljónið sér hugsanlegan maka er ekkert sem stöðvar það.

Sporðdrekinn (23. október- 21. nóvember)

Sporðdrekinn er ólíkindatól: Dularfullur, „plottari,“ og leitar sannleikans. Það er ekki skrýtið að hann verði ástfanginn við fyrstu sýn. Hann er afskaplega forvitinn og ef hann kemur auga á hugsanlegan maka VERÐUR hann að athuga hvert málið sé. Hann er hugrakkur. Þegar hann fær þessa tilfinningu  í magann er fátt sem getur stöðvað hann.