KVENNABLAÐIÐ

Lögmál ástarinnar samkvæmt stjörnumerkjunum

Þegar allt annað klikkar þá skaltu horfa á stjörnurnar og leita svara. Þar er þetta teiknað upp fyrir þig. Leitaðu að maka í stjörnumerki sem hentar þér.

greys-anatomy-09


Hrúturinn

Hrúturinn elskar að eltast við það sem hann heldur að hann getur ekki fengið. Hann tekur áhættu og er tilbúin að gera næstum allt til að fá það sem hann langar í. Hrúturinn er mjög hreinn og beinn og á það til að fara mjög hratt yfir sögu í samböndum. Hittir einhvern, sefur hjá eftir korter, flytur inn, trúlofast, giftist, börn o.s.frv. Þessir einstaklingar hugsa með hjartanu og eru alltaf öruggir með ákvarðanir sínar jafnvel þótt þeir geri fullt af mistökum. Hrúturinn er mjög óþolinmóður þó svo að hann geti verið frábær hlustandi.

Ætti að leita sér að: Steingeit, Bogmanni, Ljón eða Tvíbura


hqdefault

Nautið
Nautið er rosalega traustur maki og gefur mikið af sér í sambandinu. Það getur þó leitt til þess að makanum finnst þetta einum of mikið af hinu góða. Það er einkenni margra í nautsmerkinu að vera hrætt við breytingar og það þarf að styðja það og vernda í gegnum slíkt en nautið býr yfir miklum þokka og það er erfitt að standast það.

Ætti að leita sér að: Steingeit, Vog, Krabba, Meyju, Fisk, Ljóni eða Bogmanni


21

Tvíburinn
Tvíburinn er hræddur um að missa frelsið þegar hann byrjar í sambandi. Hann á það því til að fara hratt yfir og draga í sig reynsluna. Hann þarf skýr skilaboð í samskiptum og verður mjög eirðarlaus ef skortir á samskiptin og ef einhver óvissa ríkir. Það getur verið mjög erfitt að fá tvíburann til að binda sig.

Ætti að leita sér að: Tvíbura, Krabba, Sporðdreka eða Bogmanni


120409b_titanic

Krabbinn
Krabbinn á mjög erfitt með að tjá hugmyndir sínar skýrt því hann stjórnast svo mikið af tilfinningum en ekki hugsunum. Hann þarf stöðuga athygli frá maka og þarf að eiga í tilfinningaríku sambandi öllum stundum. Krabbinn gefur mikið af sér í sambandi en hann er líka mjög háður maka sínum.

Ætti að leita sér að: Nauti, Fisk, Steingeit, Sporðdreka eða Vog


Mr-Mrs-Smith-GIFs

Ljónið
Ljónið er mjög virkt og elskar að lifa hvert augnablik til fulls. Það er hávært og ber mikið á því og þarf að fá athygli frá öllum. Ljónið er mjög félagslynt og hikar aldrei við að opna samræður við ókunnuga sem og kunnuga. Ljónið býr yfir skörpum persónuleika og er mjög ástríðufullur elskhugi sem er endalaust trúr og tryggur.

Ætti að leita sér að: Vatnsbera, Steingeit, Bogmann, Vog, Ljóni, Nauti eða Fisk.


brokeback-mountain

Meyjan
Meyjan á það til að vera mjög erfiður elskhugi þar sem hún er svo kröfuhörð. Hún hefur skoðanir á öllu og öllum og gagnrýnir allt. Þetta er ekki vegna þess að hún sé illa innrætt heldur er hún með fullkomnunaráráttu og vill því ekkert annað en fullkominn maka. Meyjan er þakklát fyrir góðmennsku og kýs fólk sem er vel gefið og vel máli farið. Og þrátt fyrir alla gagnrýnina sem það lætur út úr sér þá er hún bjartsýn að eðlisfari.

Ætti að leita að: Steingeit, Vog, Sporðdreka eða Fisk.


The_Lucky_One_Movie_Poster

Vogin
Vogin hefur mikla þörf fyrir að skilja maka sinn til hlýtar. Hún býr yfir mikilli hlýju og er rómantísk fyrir allan peninginn. Vogin leitar að tilfinningalegri dýpt þeirri sem hún á í sambandi við til að tryggja að ást hennar og ástríða sé meðtekin og verðskulduð. Mörgum finnst sjarmi hennar ómótstæðilegur ásamt því að hún kann sig undir öllum kringumstæðum.

Ætti að leita sér að: Meyju, Nauti, Krabba eða Ljóni


Friends-with-benefits-3-friends-with-benefits-movie-2011-32683182-500-209

Sporðdrekinn
Sporðdrekinn hefur skoðanir á öllu og öllum, er gríðarlega þrjóskur og getur verið mjög þver. Hann er mjög blátt áfram í hegðun og hikar aldrei við að taka að sér verkefni. Sporðdrekinn getur verið óöruggur með sig og það getur leitt til að hann á erfitt með að treysta og á mjög erfitt með að deila persónulegum upplýsingum og líðan með öðrum. Það er ómögulegt að lesa hann og það er hluti af sjarma sporðdrekans. Hann er mjög trygglyndur og getur verið ómótstæðilega kynþokkafullur.

Ætti að leita sér að: Meyju, Krabba eða Tvíbura


jude-law-and-cameron-jpg

Bogmaðurinn
Bogmaðurinn er staðfastur og áreiðanlegur elskhugi. Ef þú ert svo heppin(n) að vera í sambandi með bogmanni þá muntu upplifa að hann er mjög athugull á líðan þína og mjög skilningsríkur. Hann er ástríðufullur elskhugi sem finnst gaman í svefnherberginu og það er ávallt spenna í loftinu. Að ná sem mestu út úr hverjum degi er mottó bogmannsins.

Ætti að leita sér að: Hrúti, Nauti, Tvíbura, Vatnsbera eða Ljóni


the-notebook-movie-scenes-074f7

Steingeitin
Steingeitin er mjög tilbaka að því leyti að hún opna sig fyrir sínum nánustu en öðrum ekki. Hún getur virst fráhrindandi en þá þekki þú hana ekki í raun. Steingeitin treystir fáum útvöldum í kringum sig. Hún hefur áhyggjur af öryggi í sambandi og getur gengið langt í að ganga í augun á maka sínum. Steingeitin lifir eftir hefðbundnum gildum og vill virðingu maka síns. Hún er með lúmskan húmor og hefur ástríðu fyrir lífinu.

Ætti að leita að: Hrút, Nauti, Krabba, Ljóni, Meyju eða Fisk


tumblr_mchah8HeBb1rjdd7yo1_1280

Vatnsberinn
Erfitt getur verið að vera í sambandi við Vatnsbera þar sem að hluta er hann mjög þröngsýnn. Þeim líkar ekki við þá sem deila ekki skoðunum þeirra og verða mjög ósammvinnuþýðir ef maki beygir sig ekki undir þvinganir hans. Hann býr yfir óstöðvandi orku og þarf endalausa athygli. Það getur verið mjög erfitt að vinna hjarta vatnsberans en ef þú vinnur það þá muntu eiga það að eilífu og ást hans og aðdáun á þér mun ekki fara framhjá neinum.

Ætti að leita sér að: Ljóni eða Bogmanni


tumblr_m5y10p7ePq1qdjghvo1_500

Fiskurinn
Fiskurinn er ástríðufullur og tryggur sem eru frábærir kostir þegar þú ert að leita þér að maka. Hann tekur á vandamálum annarra með alúð og vinnur úr stöðunni. Hann er draumóramaður og á sér mörg áhugamál sem hann elskar að kynna maka sínum fyrir. Fiskurinn er mjög tilfinningaríkur en er varkár áður en hann tekur næsta skref í sambandinu. Hann þarf mikla athygli frá maka sínum og þarf á því að halda að finnast ást sín verðskulduð.

Ætti að leita sér að: Meyju, Ljóni, Krabba, Nauti eða Steingeit

Heimild: Elite

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!