KVENNABLAÐIÐ

Fæðuofnæmi hjá börnum: Hvað er til ráða?

Hvað er fæðuofnæmi?

  • Fæðuofnæmi eru endurtekin óeðlileg viðbrögð við neyslu einnar eða fleiri fæðutegunda í eðlilegum eða minni skömmtum.
  • Fæðuofnæmi er sjaldgæft og kemur oftast fyrir hjá börnum yngri en 3-4 ára.
  • Algengustu ofnæmisvaldar hér á landi eru mjólk, egg, fiskur og sítrusávextir.
  • Börn með fæðuofnæmi eru nánast alltaf með önnur þrálát ofnæmiseinkenni, svæsið barnaexem, uppköst, niðurgang (af óþekktum ástæðum), astmakennda barkabólgu (bronchitis)/astma og ofnæmishnerra. Sé aðeins um að ræða eitt einkenni, er oftast um að ræða afgerandi barnaexem.

Hvað veldur fæðuofnæmi?

  • Fæðuofnæmi er yfirleitt fyrstu gráðu ofnæmisviðbrögð við einhverju í fæðunni.
  • Næstum þriðjungur þjóðarinnar sneiðir hjá ákveðnum fæðutegundum vegna þess að einstaklingur eða einhver í fjölskyldunni er með fæðuofnæmi. En raunverulega sýna aðeins 3% barna ofnæmisviðbrögð við matvælum og það eldist af flestum þeirra fyrir þriggja ára aldur. Meðal fullorðinna er tíðnin komin niður í 1% þjóðarinnar.

Hvað er til ráða?

  • Fyrst og fremst að halda ró sinni, hvorki þú né barnið þitt eruð með fæðuofnæmi fyrr en ofnæmisfræðingur hefur staðfest það. Þó að hægðir barnsins breytist þegar því er gefin önnur fæða er það alveg eðlilegt.
  • Sért þú ert í vafa áttu að leita læknis en ekki setja barnið á eitthvað undarlegt mataræði sem getur valdið næringarskorti.

Hvaða meðferð kemur til greina?

  • Ef barnið þjáist af fæðuofnæmi er það meðhöndlað með mataræði, þ.e. útilokun á þeim fæðutegundum sem valda ofnæmisviðbrögðum, erting með fæðuefninu sem barnið er með ofnæmi fyrir.
  • Á hálfs árs til árs fresti er barnið skoðað til að kanna hvort það þurfi ekki lengur að vera á sérfæði.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!