KVENNABLAÐIÐ

,,Ég skal mála allan heiminn elsku mamma“ Kærleiksverk á tímum COVID-19 – Myndband

Á upplýsingafundi almannavarna fréttist af því að ungt fólk hefði tekið upp á því að syngja útgáfu af laginu „Ég skal mála allan heiminn elsku mamma“ hástöfum fyrir utan glugga hjá fjölskyldumeðlimum í samkomubanni. Allt gert til að sýna kærleikann í verki og gleðja þá sem þurfa að vera fjarri ástvinum. Mörg börn og fullorðnir geta tengt æsku sína við þetta lag og vermir hjartarætur.

Auglýsing

 

Texti lagsins er virkilega fallegur:

Ég skal mála yfir heiminn elsku mamma,
eintómt sólskin, bjart og jafnt.
Þó að dimmi að með daga kalda og skamma,
dagar þínir verða ljósir allir samt.
Litlu blómin, sem þig langar til að kaupa,
skal ég lita hér á teikniblaðið mitt.
Ég skal mála allan heiminn elsku mamma,
svo alltaf skíni sól í húsið þitt.

Óskaðu þér mamma, alls sem þú vilt fá,
ennþá á ég liti, til hvers sem verða má.
Allar heimsins stjörnur og ævintýra fjöll
óskaðu þér mamma svo lita ég þau öll.

Ég skal mála yfir heiminn elsku mamma,
eintómt sólskin, bjart og jafnt.
Þó að dimmi að með daga kalda og skamma,
dagar þínir verða ljósir allir samt.
Litlu blómin, sem þig langar til að kaupa,
skal ég lita hér á teikniblaðið mitt.
Ég skal mála allan heiminn elsku mamma,
svo alltaf skíni sól í húsið þitt.

Auglýsing

 

Hægt er að hlusta lagið hér:

Árið 1975 fluttu Kristín Lilliendahl og Árni Blandon þetta fallega lag eða betur þekkt sem Söngfuglarnir.

 

 

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!