KVENNABLAÐIÐ

9 ástæður til að drekka meira te

Ert þú á meðal þeirra sem hefur gert það að vana að drekka bolla af grænu tei daglega?
Hér eru góðar ástæður til þess að taka upp þann sið.


 

Andoxunarefni. Í grænu tei eru andoxunarefni sem eru góð fyrir líkamann.

Ferskur andardráttur. Grænt te getur hjálpað til við að ráðast á bakteríur í munninum og þar af leiðandi verður andardrátturinn ferskari.

Heilsusamleg húð. Andoxunarefnin hjálpa til við að láta húðina glansa.

Lækkar slæmt kólesterol í líkamanum.

Heilsusamlegt og sterkt hár. Í grænu tei eru efni og vítamín sem hjálpa til við góðan og sterkan hárvöxt.

Grennandi. Grænt te hjálpar meltingunni í gang og getur þar af leiðandi verið grennandi.

Vatnslosandi. Þegar bjúgur safnast fyrir á líkamanum er gott að drekka grænt te til að losna við vökvann.

Styrkir Ónæmiskerfið. Þeir sem drekka grænt te á hverjum degi geta búist við því að fá sjaldnar kvef en þeir sem ekki gera það að venju sinni.

Sterkari og fallegri neglur. Grænt te getur hjálpað nöglunum að vaxa betur og vera heilbrigðari.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!