KVENNABLAÐIÐ

Regnbogaalda🌈💞í heiminum á tímum COVID-19 – Myndband

Víðsvegar í hverfum Bandaríkjanna, Bretlandi og öllum heiminum hefur sprottið upp ,,Regnbogaalda🌈💞 til stuðnings framlínufólki og þeim sem eru í samkomubanni. Börn mála m.a. regnboga beint á rúðurnar heima hjá sér,  teikna á blað og hengja út í glugga eða framan á dyr. Þá hafa regnbogar jafnvel verið krítaðir á gangstéttir fyrir utan heimili, vagfarendum og börnum til mikils yndisauka.

Auglýsing

Screen Shot 2020-04-26 at 10.52.13 Screen Shot 2020-04-26 at 10.52.45

 

Auglýsing

 

Bæði hefur þessi kærleiksríka leið skapað magnaða samkennd þar sem börn og ungmenni gera eitthvað skapandi með öðrum börnum í heiminum og þau skynja að þau eru öll í þessu saman. Auk þess hafa foreldrar fundið að þetta skapandi verkefni sem hefur gefið börnunum mikið, sem og foreldrum, veitt meira svigrúm til að sinna vinnu heiman frá. Þessi skapandi leið heldur huga ,,Litla fólksins“ sem og ungmennum uppteknum í samkomubanni.
Í ,,Heimi regnbogans🌈“ ná þau hugarró.💞 

Screen Shot 2020-04-26 at 10.52.56 Screen Shot 2020-04-26 at 10.50.48

Foreldrar, börn og fólk á öllum aldri hafa tekið þetta upp í heiminum. Fólk nýtur þess að labba um hverfin í regnbogaleit og þeir sem skapa regnbogana njóta þess að sjá bros á andlitum vegfarenda. Fólk sem ekki á börn hefur einnig tekið þátt í þessari regnbogaöldu og þótt gefandi leið til að huga að öðru en kórónuveirufaraldrinum og öllu því sem honum fylgir.

Screen Shot 2020-04-26 at 10.53.09 Screen Shot 2020-04-26 at 10.53.43

 

Regnbogar yfir Michigan gefa von!

Þá hafa listamenn í Bretlandi einnig tekið þátt í þessari skapandi og kærleiksríku byltingu og sagan hefur sýnt okkur að í gegnum fyrri hamfarir og heimsstyrjaldir hefur listalíf blómstrað og verið andgift mannsins á erfiðum tímum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!