KVENNABLAÐIÐ

Sefur þú nakin?

Rannsókn nokkur fjallaði um kosti þess að sofa nakin. Hér er mælt með nekt undir sæng og ástæður þess raktar. Svo rífa sig úr gott fólk!

1. Minni líkur á sýkingum í vinkonunni. Minni raki og sviti en það eru kjöraðstæður fyrir bakteríur og sveppi.

2. Þú sefur betur því það er gott fyrir þig að hafa kalt í svefnherberginu.

Screen Shot 2020-03-15 at 20.04.00

Auglýsing

 

3. Bætir útlitið því ef þér er of heitt þegar þú sefur þá truflast losun á melatónín og vaxtarhormónum sem eru vörn gegn ellikellu. Þú uppskerð því fallegra hár og húð ef þú sefur nakin.

Auglýsing

 

4. Grennandi áhrif líka því þú nærð betri slökun, kortisól streituhormón lækkar í líkamanum og minnkar líkur á að þú vaknir svöng með langanir í bakaríið.

5. Veitir þér vellíðan og þér finnst þú vera kynþokkafyllri sem aftur bætir sjálfstraustið.

 

6. Eykur líkur á kynlífi þar sem þú rekst á annan nakinn líkama undir sænginni og allir vita að gott kynlíf eykur líkur á hamingju.

 

Úr Cosmopolitian

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!