KVENNABLAÐIÐ

Þetta einkennir fólk sem er fætt í NÓVEMBER

Allir eru einstakir og með sín yndislegu persónueinkenni en þó eru nokkrir þættir sem fólk fætt í nóvember á sameiginlegt. Fólk fætt í nóvember er yfirleitt mjög sjálfstætt og oftast eru þetta mjög sterkir einstaklingar. Það er margt heillandi í fari fólks sem fætt er í nóvember. Það er tifinningaríkt, hugrakkt og ákveðið. Það hræðist ekki erfiðleika og leitar stundum uppi erfið verkefni til að glíma við til að hressa upp á hversdagsleikann.

miley-cyrus-2014-21
Hér eru helstu einkenni fólks fætt í nóvember:

1. Ævintýragjörn

Fólk fætt í nóvember mætir öllum dögum sem áskorun og spennu. Það trúir því að lífið sé einstakt, ótrúlegt og fallegt. Það nýtur dagsins og það færir þeim von og hamingju. Það elskar ævintýri og óvissu og er alltaf tilbúið til að ferðast. Það er skemmtilegt að eiga vin fæddan í nóvember því enginn dagur er eins því nóvemberfólkið þolir ekki rútínu, reynir alltaf að fá sem mest út úr lífinu með því að sækja skemmtilega viðburði og njóta samvista við skemmtilegt fólk. Það sem er neikvætt í fari þeirra sem fæddir eru í nóvember, er að þeir geta verið mjög afbrýðisamir.

2. Hugrekki

Fólk fætt í nóvember er hugrakkt. Það hræðist ekki áskoranir þó þær séu jafnvel hættulegar. Það lítur á mistök sem tækifæri til að gera betur og til að verða betri manneskja. Ef það hræðist eitthvað þá lætur það engan sjá það. Það reynir að sigra allar hindranir og hræðist fátt eða ekkert.

o-SCARLETT-JOHANSSON-facebook


3. Leiðtogahæfileikar

Nóvemberfólkið er fætt til að stjórna og vera leiðtogar. Jafnvel þó það vilji ekki vera leiðtogar þá er það þannig að fólk hlustar á það og vill fylgja því. Það skarar fram úr öðrum í viðskiptum og endar oft í stjórnmálum.

4. Þrautsegja
Þegar fólk fætt í nóvember vill eitthvað þá mun það fá það sem það vill. Ef þú átt vin fæddan í nóvember þá skaltu ekki einu sinni reyna segja nei ef það vill fá þig til að gera eitthvað með því. Það er þessi þrautseigja sem hjálpar nóvemberfólkinu til að ná markmiðum sínum og fá sem mest út úr lífinu.

LONDON, ENGLAND - OCTOBER 29: Matthew McConaughey attends the European premiere of "Interstellar" at Odeon Leicester Square on October 29, 2014 in London, England. (Photo by Stuart C. Wilson/Getty Images)

5. Stendur við orð sín
Ef manneskja fædd í nóvember lofar þér einhverju þá mun það standast. Það er sjaldgæfur og góður kostur sem gerir það einstakt. Þetta fólk eru tryggir og traustir vinir og makar. Það leitar að langtímasamböndum og er einstaklega traust.

6. Frábært minni
Fólk fætt í nóvember man allt. Allar dagsetningar, símanúmer og það á auðvelt með að læra ný tungumál.

anne-hathaway-1


7. Fer vel með peninga

Fólk fætt í nóvember fer einstaklega vel með peninga. Það veit nákvæmlega hvað það þarf mikinn pening og hvernig það ætlar að afla þeirra. Það passar vel upp á peningana sína og eyðir aldrei í óþarfa. Það leggur fyrir mánaðarlega og er með sérstaka sjóði, þar á meðal ferðasjóð því það elskar að ferðast. Að sjá um rekstur á mánaðarútgjöldum fjölskyldunnar er sérstakt áhugamál.

8. Segulstál
Flest fólk sem fæðist í nóvember er sérstaklega aðlaðandi og virkar eins og segull á fólkið í kringum það.

SXRVc0Xt

Frægt fólk fætt í nóvember eru meðal annars: Jenny McCarthy, David Schwimmer, Matthew McConaughey, Tilda Swinton, Emma Stone, Ellen Pompeo, Leonardo DiCaprio, Demi Moore, Ryan Gosling, Anne Hathaway, Gerard Butler, Whoopi Goldberg, Shailene Woodley, Rachel McAdams, Martin Scorsese, Jodie Foster, Meg Ryan, Björk, Goldie Hawn, Scarlett Johansson, Miley Cyrus, Katherine Heigl og Anna Faris.

Ef þú ert fædd(ur) í nóvember þá ertu heppin(n) því þú hefur einstaka eiginleika sem marga dreymir um. Deildu þessu með þeim sem þú þekkir sem fæddir eru í nóvember.