KVENNABLAÐIÐ

Kim Kardashian gagnrýnd fyrir ‘auðmjúka’ afmælisveislu á einkaeyju

Auglýsing

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian fagnaði fertugsafmæli sínu í síðustu viku.

Hún lét ekki heimsfaraldur og samkomubann skyggja á þennan merka áfanga en hún tók á leigu eyju í Karabíska-hafinu og flaug 30 af sínum nánustu vinum og fjölskyldu þangað, til að fagna afmælinu. Eins og maður gerir.

Hún hefur hlotið þó nokkra gagnrýni eftir að hún birti myndir úr fögnuðinum á Twitter. Þar segist hún vera auðmjúk og þakklát fyrir forréttindi sín.

„Eftir 2 vikur í sóttkví og fjöldamargar skimarnir kom ég mínum innsta hring á óvart með ferð á einkaeyju þar sem við gátum látið eins og allt væri eðlilegt í smá stund,“ skrifar hún.

„Ég hugsa að fyrir COVID hafi ekkert okkar kunnað almennilega að meta þann lúxus að geta ferðast og vera með fjölskyldu og vinum í öruggu umhverfi.“

„Við dönsuðum, hjóluðum, syntum með hvölum, fórum á kajak, horfðum á kvikmyndir á ströndinni og fleira. Ég átta mig á því að fyrir flesta er þetta ekki í boði núna og ég er auðmjúklega minnt á það hversu forréttindafullt líf mitt er.“

Þykir þessi færsla hennar í meira lagi ónærgætin í ljósi heimsfaraldursins sem geisar og hefur þvingað fólk í einangrun og útgöngubann, fólk má ekki hitta ástvini sína, fólk er að missa vinnuna og á í fjárhagslegum vanda. Yfir 1,1 milljón manns hafa nú þegar látið lífið úr COVID-19.

Rithöfundurinn Jenna Quigley var á meðal þeirra sem skrifaði við færslu Kim:

„Kúl, fólk hefur þurft að kveðja ástvini í gegnum síma á meðan þeir deyja einir á sjúkrahúsi, en flott ferð til að birta á samfélagsmiðlum á meðan heimurinn er að þjást, svo auðmjúkt og jarðbundið, virkilega,“ skrifar hún.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!