KVENNABLAÐIÐ

Pavlova með Dulce de leche og banönum

Auglýsing

Pavlova! Bara nafnið er eitthvað svo ævintýralegt og fallegt…en hér er uppskrift að Pavlovu með dulche de leche rjóma, banönum og súkkulaði. Þessi er himnesk…

3 eggjahvítur
3/4 bolli (165g) flórsykur
500 ml þeyttur rjómi, ekki stífþeyttur en þar til hann er eins og ský…skiljiði?;)
1 1/2 bolli af dulce de leche / (þarf að búa til fyrirfram. Sjá hér að neðan)
2 þroskaðir bananar
100g dökkt súkkulaði rifið smátt

Klassískt Dulce de leche: (Þetta er í raun bara sæt, þykkt karmelíseruð mjólk sem gott er að nota í ýmsa ábætisrétti)

Hrærið saman 4 bollum af mjólk, 1 1/4 bolla af sykur and 1/4 teskeið bökunarsóda (baking soda) í skaftpotti með þykkum botni. Látið suðuna koma upp og lækkið síðan hitann alveg niður í lægsta og látið malla, loklaust, þar mjólkin þykknar og karmelíserast í ca. 1- 1 1/2 tíma. Hrærið vel af og til og varist að brenna mjólkina við. Eftir klukkutíma hægsuðu hrærið 1 tsk af vanilludropum samanvið. Mjólkin verður karamellulituð. Setjið í skál og kælið.

Skref 1
Hitið ofninn í 120° og  þekið plötu með bökunarpappír og teiknið tvo ferhyrninga með blýanti sumsé 2 X 10cm x 25cm ferhyrninga á pappírinn.

Skref 2
Þeytið eggjahvíturnar með salti á hnífsoddi í hrærivél þar til að hvítan byrjar að þykkna. Bætið sykrinum smá saman við og þeytið þar til allur sykurinn er kominn samanvið og eggjahvíturnar eru orðnar stífþeyttar.

Skref 3
Smyrjið marengsinum á bökunarpappírinn og myndið tvo ferhyrninga.

Skref 4
Bakið í 45 mínútur og slökkvið síðan á ofninum og látið kólna í ofninum með ofnhurðina lokaða.

Skref 5
Skiptið þeytta rjómanum í tvær skálar og blandið helmingnum af dulce de leche saman við rjómann í annarri skálinni.

Skref 6
Samsetning. Setjið annan marengsferhyrninginn á diskinn sem pavlovan verður borin fram á. Smyrjið dulce de leche rjómanum vel ofaná og skerið niður bananana og raðið ofan á rjómablönduna. Setjið hinna marengsferhyrningin ofaná og setjið þeyttan rjóma ofaná. Skreytið með súkkulaðinu. Berið strax fram! Sko strax…þessi lætur ekki bíða eftir sér…