KVENNABLAÐIÐ

Einföld og dásamlega falleg Jóla-Pavlova

Auglýsing
  • 6 eggjahvítur
  • 250 gr sykur
  • 2 tsk maíssterkja
  • 1 tsk hvítvínsedik
  • Þeyttur rjómi og ber á toppinn

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 130 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru orðnar vel stífar. Þeytið áfram og bætið sykrinum við, eina msk í einu, þar til allur sykurinn er kominn saman við. Bætið þá maíssterkju og ediki og hrærið áfram í 30 sek.

3. Mótið einskonar skál úr þessu á ofnplötuna og sléttið hliðarnar. Bakið í 1 klst og 5 mín. Slökkvið þá á ofninum og opnið örlítið hurðina á honum. Látið Pavolvuna standa í honum í 4-5 mín eða yfir nótt. Þeytið rjóma og fyllið upp í skálina og skreytið með ferskum berjum að eigin vali.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!