KVENNABLAÐIÐ

Hrekkur nemenda var næstum búinn að myrða kennara

Kennari með svæsið bananaofnæmi var næstum látinn eftir að nemendur notuðu ávöxtinn í árás á hann.

Listfræðikennarinn var með svo mikið ofnæmi að á dyrum stofunnar sem hann kenndi í stóð á skilti: „Mrs Woods er með ofnæmi fyrir BANÖNUM! Ef þú hefur borðað einn í dag verður þú að þvo hendurnar áður en þú ferð í listastofuna. Takk fyrir!”

Auglýsing

ban2

Þrjú 12 og 13 ára börn ákváðu einn daginn að hunsa þessi skilti og áttuðu sig greinilega ekki á hversu alvarlegt fæðuofnæmi getur verið.

Tríóið – tveir strákar og ein stelpa – smurðu banana á hurðahúninn, vitandi að hún þyrfti að snerta hann til að komast inn. Þau hentu einnig bönunum í hana um leið og hún kom inn, segir í fréttum ABC news.

Auglýsing

Konan fékk bráðaofnæmiskast fyrir framan þau og var flutt í skyndi á spítala í alvarlegu ástandi.

Atvikið gerðist í nóvember 2018, en komst ekki í fréttirnar fyrr en nú þar sem málið var rannsakað.

Í myndavél sem einn lögreglumaður bar í skólanum þar sem atvikið gerðist og lögreglan hafði verið kölluð til segir hann: „Þetta gæti verið morðtilraun.”

Ræddi svo öryggisvörður við nemendur bekkjarins: „Allir vissu að hún væri með mjög alvarlegt ofnæmi fyrir banönum. Ef hún kemst í snertingu við þá fær hún bráðaofnæmiskast.”

ban3

Hann útskýrði einnig hvað hefði gerst: „Hún fór að skipta litum. Þau gáfu henni einn EpiPen (fyrir bráðaofnæmisköst). Það virkaði ekki. Þau gáfu henni annan og hálsinn á henni var við það að lokast.”

Hvað verður um börnin? Þau voru að minnsta kosti rekin úr skólanum og eru á skilorði hjá unglingadómstól Ohioríkis.

Kennarinn hefur náð sér en óvíst er hvort hún fari að kenna á ný.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!