KVENNABLAÐIÐ

Kaffihús býður upp á kynlausar piparkökuverur, ekki piparkökukarla

Við þekkjum öll piparkökukarla sem eru á boðstólum um jólin en er það rétt að tala bara um „karla“ í þessu samhengi? Viðskiptavinur spurði í bakaríinu The Tannery í Auckland hví kökurnar væru kallaðar „karlar“ en ekki „fólk“ fannst þeim þau knúin að gera einhverjar breytingar. Nú stendur á krukkunni: „Gingerbread Gender Neutral Person“ eða kynlausar piparkökumanneskjur. 
Auglýsing

Bakarinn segir að þetta hafi vakið upp allskonar viðbrögð, bæði hjá viðskiptavinum sem deila myndum á samfélagsmiðlum sem og á Facebook síðu kaffihússins. Andre segir: „Sumir segja „hættið að vera svona smámunasöm, þetta er bara kexkaka“ og ég þarf að benda fólki á að það skilji ekki um hvað málið snýst. Áður voru 90% sala piparkakanna til barna en nú eru fleiri fullorðnir farnir að kaupa þær.“
Margir hafa tekið vel í grínið og sáu „húmorinn“ í að breyta nafninu.

pipar

Auglýsing

The Tannery póstaði mynd af krukkunni á Facebook með undirskriftinni: „Eitthvað fyrir alla“ 😉

Sumir urðu reiðir: „Pólitísk rétthugsun farin út í öfgar, alltaf verið piparkökukarlar, af hverju þessar breytingar. Þetta er kex, ekki lifandi manneskja. Mér finnst þetta allt mjög dapurlegt!“

Annar sagði: „Nú getum við ekki notað orðið human lengur, þurfum að segja hupeople.“

Auglýsing

Þriðji var ekki sammála og sagði: „Af hverju er fólk svona reitt? Þetta er ísbrjótur og við þurfum að tala um þessi mál.“

Fólk sem verður reitt gersamlega missir af tækifærinu hvað þetta gæti leitt af sér

„Þetta er ekki pólitískur rétttrúnaður tekinn út í öfgar, þetta snýst um tækifæri fyrir þig að horfast í augu við af hverju þér líður eins og þér líður og þú hegðar þér svona,“ sagði einn.

Þetta er samt ekki í fyrsta sinn sem þetta er gert. Co-op kom með einstakling á markað í fyrra og leyfði fólk að velja nafnið. Hán heitir Crumbs.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!