Í hvert sinn sem þú hittir einhvern sem þér finnst spennandi getur verið gagnlegt og gaman að komast að því í hvaða stjörnumerki viðkomandi er fæddur. Er ást í kortunum eða ekki? Hvernig eiga stjörnumerkin saman? Hvað segja stjörnurnar?
Hrúturinn:
Sá/sú sem passar best – Vogin
Þessi tvö merki passa ótrúlega vel saman tilfinningalega. Hrúturinn þarf aðeins að taka því rólega í rúminu með Voginni því hún vill gera það hægt og innilega. Annars er þetta frábært kombó.
Sá/sú sem passar verst – Nautið
Nautið elskar að hafa rétt fyrir sér í deilum við þig og Hrúturinn þolir slíkt illa. Gleymið þessu strax!
Nautið:
Sá/sú sem passar best – Sporðdrekinn
Þið eigið í raun ekki margt sameiginlegt en kynlífið rokkar! Og þið kunnið að meta hversu ólík þið eruð.
Sá/sú sem passar verst – Bogmaðurinn
Bogmaðurinn er allt of villtur fyrir Nautið. Þú mátt horfa, en ekki snerta.
Tvíburinn:
Sá/sú sem passar best – Bogmaðurinn
Sameiginleg ást ykkar á frelsi og spennu þýðir að þetta samband getur enst án þess að nokkurn tíma komi upp leiði. Haltu fast í þennan/þessa.
Sá/sú sem passar verst – Steingeitin
Því miður þá er þetta ekki nægilega skemmtilegt sambaed. Eintóm vinna og ekkert stuð gerir Steingeitina að slæmum félaga fyrir Tvíburann.
Krabbinn:
Sá/sú sem passar best – Nautið
Þið elskið bæði að vera heima og hafa það huggulegt. Kaupið ykkur pottablóm og kött. Fáið ykkur eins tattú. Þið eruð eins og gömul hjón.
Sá/sú sem passar verst – Vatnsberinn
Vatnsberinn rótlaus, frjáls og vill skipta aðeins of oft um umhverfi fyrir Krabbann. Hann er líka full eyðslusamur fyrir Krabbans smekk. Þú fengir alveg útbrot eftir einhvern tíma með Vatnsberanum.
Ljónið:
Sá/sú sem passar best – Bogmaðurinn
Þið þurfið mögulega að berjast um athyglina en þér mun aldrei leiðast.
Sá/sú sem passar verst – Sporðdrekinn
Sporðdrekinn er krefjandi og næstum eins þrjóskur og þú. Þú þarft einhvern sem lætur í minni pokann… stundum.
Meyjan:
Sá/sú sem passar best – Sporðdrekinn
Kynlífið er geggjað og þið eruð bæði mjög skipulögð. Skipulagt kynlíf, hljómar það ekki vel?!
Sá/sú sem passar verst – Bogmaðurinn
Hvorugt ykkar vill skuldbindast. Þér finnst Bogmaðurinn allt of kærulaus og það kemur ekki sérstaklega vel við þig.
Vogin:
Sá/sú sem passar best – Vogin
Þetta samband er eins og að horfa í spegil og það hentar Voginni best. Þið sjarmerið hvort annað upp úr skónum. Passaðu þig bara að verða ekki of stjórnsamur/stjórnsöm.
Sá/sú sem passar verst – Meyjan
Meyjan er alltof hreinskilin fyrir þig. Þið munið koma til með að fara óstjórnlega mikið í taugarnar á hvort öðru svo ekki einu sinni reyna þetta!
Sporðdrekinn:
Sá/sú sem passar best – Fiskurinn
Þið eruð bæði mikið í ykkar eigin heimi og ekki alveg í tengslum við raunveruleikann. Ef þið hittist og eruð til í að stinga af saman eða alla vega bjóða hvort öðru inn, þá getur þetta orðið fullkomið samband.
Sá/sú sem passar verst – Hrúturinn
Þú gætir aldrei búið með Hrút því hann verður svo þreytandi til lengdar. Þið yrðuð þó frábærir vinnufélagar. Hættið saman og opnið kaffihús.
Bogmaðurinn:
Sá/sú sem passar best – Vatnsberinn
Þið eruð með ótrúlegan sjarma bæði tvö og fullkomin blanda af sjálfstæði og samheldni. Allir öfunda ykkur af sambandi ykkar og gagnkvæmum skilning.
Sá/sú sem passar verst – Nautið
Þú þarft mun meiri tilbreytingu og frjálsræði en hið háða Naut getur boðið þér.
Steingeitin:
Sá/sú sem passar best – Meyjan
Þú ert sátt(ur) með að taka þér hlé frá venjum daglegs lífs og njóta villtrar ástríðu og kynlífs með Meyjunni.
Sá/sú sem passar verst – Tvíburinn
Þú nærð einfaldlega ekki Tvíburanum. Þú getur ekki breytt honum. Það mun ekki gerast.
Vatnsberinn:
Sá/sú sem passar best – Bogmaðurinn
Þið náið að halda öllu í jafnvægi – Kynlífi, félagslífi, einveru og sjálfstæði. Fullkomnun!
Sá/sú sem passar verst – Krabbinn
Krabbinn þarf á miklu innilegra sambandi að halda en þú getur veitt honum. Það hefur ekkert með Krabbann að gera. Þú ert sökudólgurinn.
Fiskurinn:
Sá/sú sem passar best – Sporðdrekinn
Ást ykkar og kynlíf er á hærra plani. Þið eruð með’etta!!
Sá/sú sem passar verst – Meyjan
Meyjan vill hafa snyrtilegt í kringum sig og allt hreint og fínt. Það er einfaldlega of mikið fyrir þig.