KVENNABLAÐIÐ

Turtildúfur í Orange County fá ekkert hjónabandsleyfi í bili v/ COVID-19

Kórónuveirufaraldurinn getur ekki stöðvað ástina en kemur í veg fyrir að fólk fái hjónabandsleyfi í Orange-sýslu í bili.

Ástin sigrar allt eins og spakmælið segir. Fólk þarf bara að vera aðeins þolinmóðara….

Hugh Nguyen, ráðuneytisstjóri í Orange County, hefur lokað allri aðstöðu sinni um óákveðinn tíma, sem varúðarráðstöfun til að hægja á útbreiðslu kórónuveirufaraldsins. Nguyen sagðist búast við að lokuninni muni standa í að minnsta kosti nokkrar vikur, áður en hann og starfsfólk hans muni endurmeta ástandið.

Auglýsing

Vegabréfs- og hjónabandsþjónustur eru stöðvaðar þar til frekar verður tilkynnt. Fólk getur samt skráð fasteignaskjöl og fengið skjöl eins og fæðingar- og dánargögn, en aðeins á netinu eða með pósti, sagði Nguyen.

Nguyen sagði að skrifstofa hans hafi hætt útgáfu vegabréfa fyrir viku síðan. „Við þjónum yfir þúsund viðskiptavini “ sagði Nguyen. „Ég hélt að það væri best fyrir öryggi almennings og starfsfólk okkar að leggja niður störf í nokkrar vikur.“

Auglýsing

Nguyen lagði áherslu á að starfsfólk hans muni enn vinna í Santa Ana skrifstofunni – með félagslegri fjarlægð og ýtarlegu hreinlæti – til að hjálpa íbúum að vinna úr skjölum. Mikið af störfum skrifstofunnar, svo sem skráningu fasteignaskjala, hafa þegar verið gerðar í pósti eða á netinu í mörg ár, sagði hann.

„Við lokum ekki alveg,“ sagði hann.

Frá The Orange County Register

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!