KVENNABLAÐIÐ

8 tegundir af ást sem þú upplifir í lífinu

Þó svo að margir tengi ást við rómantíska tilfinningu þá eru nokkrar tegundir af ást sem flestir upplifa á ævinni. Klassíska sýnin á ást er að þú hittir einhvern, þið verðið ástfangin, giftist, stofnið heimili og eignist börn. Þú gætir hafa upplifað eitthvað sem líkist ást en þú skilur það betur ef þú þekkir að það eru til nokkrar tegundir af ást.

2000px-GJL-fft-herz.svg

1. Óendurgoldin ást
Sú sem er sárust og brýtur hjarta þitt í þúsund mola. En það virkar því miður ekki alltaf þannig að sá/sú sem þú elskar af öllu hjarta elski þig á móti. Þessi tegund af ást gerir þig sterkari og skilningsríkari. Reyndu að komast yfir sársaukann og ekki fókusera á vandamálið.

2. Platónísk ást
Þessi tegund af ást krefst þess ekki að þú berir rómantískar tilfinningar í garð manneskjunnar eða þig langi að sofa hjá henni heldur er meira eins og ást og umhyggja. Ást til vina og fjölskyldu. Þetta er algengasta tegund af ást og þú upplifir daglega. Þú getur borið platóníska ást til einhverrar fallegrar og góðrar persónu sem hefur hvetjandi áhrif á þig.

beach,woman,beautiful,alone,ocean,sea-f7237054f369aca58041b635c3bfa3d2_h

3. Ást á sjálfum þér
Finnst þér þú vera frábær manneskja? Ef ekki þá gætir þú átt í vandræðum með sjálfsmat þitt og þú þarft þá að gera eitthvað í því. Þú verður að elska sjálfan þig ef þú ætlar að geta elskað aðra manneskju.

4. Ástríðufull ást
Þú gætir borið tilfinningar til einhverrar manneskju sem þú þekkir eða þekkir ekki og þær snúast bara um losta. Þig langar að njóta ásta með henni en ekkert meira.

balloons

5. Hrein ást
Þú gætir hafa séð þessa tegund í bíómyndunum. Þessi magnaða tegund ástar lætur þig dá og dýrka aðra manneskju og allt í hennar fari. Þetta er þegar tvær manneskjur hittast og gefast hvort öðru fullkomlega á vald hvor annars. Talið er að fólk sem upplifir hreina ást sé hamingjusamasta fólk í heimi og það er trú manna að þú upplifir hreina ást aðeins einu sinni á lífsleiðinni.

6. Hvolpaást
Allir hafa upplifað þessa tegund ástar því hún á sér stað þegar maður er krakki. Hún er full sakleysis. Ef þú kemur fram við manneskjuna eins og yndislegan hund, þá er hægt að kalla þessa tegund ástar hvolpaást.

1377397_615637125144871_1997886587_n

7. Óskilyrt ást
Ástin sem þú berð til barnanna þinna. Þú fæðir barn og þú horfir á það og veist að það mun eiga hjarta þitt án nokkurs vafa þar til yfir lýkur. Sterkasta ást í heimi.

Johnny-Depp-Facts

8. Vonlaus ást
Hefur þú verið ástfangin af Johnny Depp eða Angelinu Jolie? Ég er viss um að einhvern tíma á lífsleiðinni elskar þú einhvern sem þú munt aldrei vera með. Þig dagdreymir um hann/hana og oft er þetta þekkt persóna og eitthvað eldri en þú. Margir leikarar og söngvarar eru svo fullkomnir að það er ekkert skrýtið þótt við elskum þau.