KVENNABLAÐIÐ

Hvað segja stjörnumerkin um drykkjuvenjur þínar?

Með hvaða stjörnumerki er skemmtilegast að fara út að djamma? Er það Tvíburinn eða athyglissjúka Ljónið? Hver daðrar mest, hverjum er oftast boðið í glas? Lestu og þú veist hverjum þú átt að fara með næst út á lífið?

Hrútur:
Þekktur fyrir að vera ófeiminn og vingast auðveldlega. Þá er drukkinn Hrútur týpan sem labbar á milli fólks og tjattar í smá stund og tékkar hvort það séu ekki örugglega allir að skemmta sér eins vel og hún/hann. Enginn á staðnum fer framhjá Hrútnum. Hann er með allt á hreinu.
Þú getur treyst á að Hrúturinn kaupi nóg af drykkjum og skotum svo að allir í partíinu séu jafn fullir og hann sjálfur. Ef þú ert einhvern tíma í vondu skapi, bjallaðu þá í Hrútinn og fáðu hann með þér á happy hour.
Drykkur: Gin & tonik

Auglýsing

Nautið:
Um það er sagt að það er tryggasta stjörnumerkið og mun aldrei skilja þig eina eftir, hvað sem gengur á. Þarftu góðan „wingman“ fyrir kvöldið? Hringdu í Nautið.
En farðu varlega, jafnvel þó að Nautið sé komið á „blackout“ stig þá kikkar þrjóskan inn. Ef því líkar ekki plan kvöldsins þá getur þú verið viss um að það lætur ekki undan hópþrýstingi, hvort sem það er varðandi hvað skal gera eða drykkjuvenjur.
Og mundu, alls ekki reyna að þræta við Nautið þegar það er búið að fá sér í glas. Já, elskan mín, er rétta svarið við öllum uppástungum frá Nautinu.
Drykkur: Bjór

sop
Tvíburinn:
Merkið er tvíburi og er þekkt fyrir sína mörgu persónuleika. Það getur verið erfitt að fara út að djamma og drekka með einhverjum sem getur breyst í skapi á sekúndubroti.
Tvíburinn þolir ekki óákveðið fólk svo þú verður að vera viss um hvað sé plan kvöldsins og með hverjum. Athugaðu líka að Tvíburinn nennir ekki að vera lengi á sama staðnum.
Vinur þinn sem hverfur á mínútunni sem hann fer yfir strikið í drykkju er sennilega Tvíburi.
Drykkur: Vodka, gin, Tequila, bjór eða hver sem Tvíburinn er það augnablikið


Krabbi:

Þvílík tilfinningavera og þvílíkt drama! Þetta er týpan sem grenjar reglulega þegar hún fær sér í glas. Yfir gömlum kærustum, vinkonum sínum, gæludýrinu sem dó, lélegri tónlist á ballinu eða bara einhverju sem fer fyrir brjóstið á Krabbanum.
Krabbinn er tilfinningavera í öllum aðstæðum og því ekki heppilegasti djammfélaginn alltaf. Eina mínútuna er Krabbinn í þvílíku stuði og hina er hann að öskra á barþjóninn.
Drykkur: Væminn kokkteill

Auglýsing

Ljónið:
Komdu með smá bús í Ljónið og það hættir ekki að tala. Ljónið liggur ekki á skoðunum sínum og getur auðveldlega sært og móðgað fólk í kringum sig.
Allir vita hvernig nokkur skot geta farið í fólk sem talar mikið. Farðu mjög varlega ef þú vilt hafa stjórn á Ljóninu því það er leiðtogi í eðli sínu og nánast ómögulegt að segja því til. Ef þú ert í stuði til að hlusta og ekki segja mikið sjálf, hringdu þá í Ljónið. Ef þig vantar að sætasti strákurinn í húsinu viti að þú sért á staðnum farðu þá með Ljóni á staðinn og það fer ekki framhjá honum.
Drykkur: Mojito

SippingRedWine_250

Meyja:
Þú finnur Meyjuna við borðið innst, eina að fá sér 1 vínglas eftir erfiða vinnuviku. Meyjan er ekki skemmtilegasti djammfélaginn ef þig langar að gera eitthvað tryllt. Meyjan heldur sig meira útaf fyrir sig og er fínn félagi ef þú vilt fara út, spjalla yfir 1 glasi og fara svo heim. Þetta er ekki týpan sem þú finnur í trylltum dansi á dansgólfinu en hei, ef þú vilt rétt kíkja út þá er Meyjan fullkominn félagi.
Drykkur: Rauðvínsglas


Vog:

Vogin er sennilega eitt besta merkið til að fara út með og detta í það. Vogin er sæl og glöð og týpan sem vill bara að allir séu að skemmta sér og glaðir.
Vogin er alltaf með hausinn rétt skrúfaðan á og ef eitthvað kemur upp á þá hefur Vogin fullkomna stjórn á aðstæðum. Þetta er líka merkið sem þú hringir í daginn eftir og færð að vita hvað gerðist ef þig vantar í eyðurnar því Vogin segir þér bara það sem þú vilt heyra, ekki það óþægilega sem þú helst vilt ekkert vita.
Drykkur: Bjór

Sporðdreki:
Gefðu Sporðdrekanum skot af Tequila og þú færð að vita allt hvað honum finnst, um allt og alla. Sporðdrekinn segir frá öllu sem getur verið bæði gott og vont.
Það er til fólk sem er alltaf til í að fá sér í glas með þér og við allar aðstæður og það er Sporðdrekinn. Og það besta er að hann reynir að fela tilfinningar sínar og þú þarft aldrei að hafa áhyggjur af því að koma að Sporðdreka vini þínum grenjandi eða öskrandi á einhvern á barnum.
Drykkur: Skot

images

Bogmaður:
Farðu varlega þegar þú ferð á djammið með Bogmanni því hann er í eðli sínu oft of hreinskilinn og orð hans geta sært. Áfengi og reiði er ekki góð blanda svo best er að reyta hann ekki til reiði og passa sig hvað maður segir við hann.
Eftir nokkra drykki hjá Bogmanni þá koma daðurshæfileikar hans í ljós. Ef þig vantar einhvern á tvöfalt stefnumót eða góðan „wingman“ þá skaltu hringja í Bogmanninn.
Drykkur: Hvítvín

 

Steingeit:
Steingeitin er fullkominn drykkjar- og djammfélagi því það er alveg sama í hvaða aðstæðum þið lendið, Steingeitin er með’itta.
Þetta er félaginn sem er í stuði og vill bara skemmta sér. Steingeitinni er sama með hverjum, hvar, hvenær og hvar. Eina sem skiptir máli er að detta í það og hafa gaman. Og maður minn, hvað Steingeitin þolir af áfengi. Þú drekkur ekki Steingeit undir borðið!
Drykkur: Hvað sem er!

drinking-fun-party-patying-Favim.com-127843

Vatnsberi:
Farðu varlega þegar þú dettur í það með Vatnsbera því eina mínútuna er allt í himnalagi og þið eruð að drekka skot á barnum en þá næstu þá reytir þú hann til reiði og skíturinn fer í viftuna!
Fólk í þessu merki breytir hratt um skap sem getur breytt venjulegu kvöldi í stórskemmtilegt ævintýri eða baneitraða lífsreynslu sem þú aldrei gleymir.
Drykkur: Vodka í sóda


Fiskur:

Fiskurinn tjáir tilfinningar sínar á dramatískan hátt. Það getur verið rosa gaman og rosa leiðinlegt. Þess vegna getur djamm með Fiski verið mjög áhugavert. Gættu þín á skapsveiflum Fisksins því ef hann drekkur einu skoti of mikið þá getur það haft afdrifaríkar afleiðingar.
Ef þú tekur skyndiákvörðun um að skella þér út á lífið þá er best að hringja í Fiskinn. Það er auðvelt að plata hann með sér.
Drykkur: Bacardi Rasp

alcohol-bacardi-drink-fun-party-Favim.com-89475

Byggt á grein http://elitedaily.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!