KVENNABLAÐIÐ

Í hvaða stjörnumerki er þinn fyrrverandi? Allt sem þú elskaðir (og hataðir) við hann!

Þú veist alveg í hvaða stjörnumerki þinn fyrrverandi var…það er víst eitthvað sem maður man alltaf. Það fyrsta sem heillaði þig við hann var líka það sem gerði út um sambandið.

Rauð flögg eru því alltaf til staðar þegar kemur að fyrrverandi og stjörnumerkinu sem hann var í…en lærum við einhverntíma? Sennilega ekki.

Flettu upp stjörnumerki þíns fyrrverandi og sjáðu hvort það passar ekki algerlega við hann…

Auglýsing

Hrúturinn – keppnismaðurinn

Hrúturinn er alltaf að kíkja á úrslit í boltanum í símanum. Hrúturinn er meira en keppnismaður, hann er í blóðugum slagsmálum alltaf hreint. Sjúkur í íþróttir og æðislegur kokkur. Stefnumótin sem þið fóruð á voru skemmtilegust þegar þið voruð að spila, en hann var undarlega tapsár og móðgaði fólk í leiðinni.

Nautið – fyrrverandi sem átti ríka foreldra

Elskaðir þú hann eða elskaðir þú gjafirnar sem hann gaf þér? Hann var örlátur, sætur og hafði ekki hugmynd um hvernig ætti að hegða sér sem fullorðinn maður. Eyddi öllu í vitleysu. Hann sýndi þér flottu hliðarnar á lífinu, hætti svo með þér rétt fyrir jól.

Britney Spears & Justin Timberlake at the The Shrine Auditorium in Los Angeles, California (Photo by Barry King/WireImage)

Tvíburinn – sá sem eyðileggur líf

Það þarf ekkert að endurtaka það. Tvíburinn er tilfinningarússíbani og þú gleymir honum aldrei (bæði á góðan og slæman hátt). Þegar þú minnist tvíburans rísa hárin á höndunum á þér og þú þarft að kíkja á símann þinn til að athuga hvort þú sért nokkuð óvart að hringja í hann á meðan þú segir vinum þínum hryllingssögur af honum.

 

Krabbinn – sá sem gat ekki sleppt

Krabbinn minnir marga á fyrstu ástina – ákafinn, litlu sætu ástarbréfin. Svo – margfaldaðu það með 100 og þá færðu út fullorðinn krabba. Fimmfalt ágengnari. Spurði hann þig á fyrsta stefnumóti hversu mörg börn þú vildir eignast? Aha. Krabbinn er æðislegur, en þér fannst þú alltaf vera í fangelsi með honum.

drew2

Ljónið – lífið í partýinu

Ef þú hittir hann í menntaskóla var hann besti vinurinn til að djamma með. Hann vissi hvernig ætti að skemmta sér og leit vel út við það. Hann vissi alltaf hvað ætti að taka með og var alltaf svo akkúrat eitthvað. Því miður voru hann ekki jafn góður í eftirpartýinu þannig þú gafst upp.

 

Meyjan – fótboltaforeldrið

Þetta er fyrrverandi sem var með allt í Google Calendar og Excel. Hvenær allir áttu afmæli, hvenær átti að mæta hitt eða þetta. Hann stoppaði alltaf á stöðvunarskyldu og kvabbaði í þér að hringja í mömmu þína oftar. Þegar þú sérð myndir af honum hugsarðu: „Vá, ég leit bara ótrúlega vel út á þessum tíma!” Þessi gerði líf þitt betra, en þú þurftir virkilega að hafa fyrir því.

Auglýsing

drew3

Vogin – óvissutáknið

Þessi fyrrverandi var í byrjun æðislega sjarmerandi og varð svo svikull. Hann var eins og konfektkassinn í Forrest Gump, þú vissir aldrei hvaða mann þú hittir fyrir. Þegar þið fóruð í ferðir eða eitthvað var tilfinningin kvíði – spenna 50-50%. Þessi var góður í spilum og hringdi alltaf í þig til baka.

 

Sporðdrekinn – tilfinningalega utan þjónustusvæðis

Kynlífið! Það var æðislegt…en um leið og þú sagðir „mér líður…” þá lokaðist fyrir allt. Hann var ótrúlega ástríðufullur, en vá hvað þú þurftir að geta þér til um margt. Þú vissir aldrei hvað hann var að hugsa, sem gerði hittingana auðvitað spennandi en svo eftir einhvern tíma áttaðir þú þig á að það væri í raun betra að vera með einhverjum sem gæti bara sagt hvað honum fyndist og hvað hann væri að hugsa.

drew6

Bogmaðurinn – heimspekilega gáfnaljósið

Þessi hafði margt að segja…en sagði í raun ekki neitt. Hann átti sína góðu spretti og sagði eitthvað ótrúlega sexý og flott sem heillaði þig og alla í kringum þig. Oftar en ekki hugsaðir þú þó: „Jesús, þagnar hann aldrei? Hættu að rjúfa þögnina stöðugt!” Þú vissir frá byrjun að hann væri raupkjaftur en hann hafði nógu heillandi aðra kosti og þú kaust að líta framhjá þeim. Þar til hann fór að röfla um einhvern löngu dauðan heimspeking, þá fékkstu gersamlega nóg.

Steingeit – sá sem braut hjartað þitt í níu milljón mola

Steingeitur krefjast ótrúlega mikils af sér sjálfum og einnig mökum þeirra. Þetta er sá fyrrverandi sem þú áttir erfitt með að sleppa. Hann á alltaf stað í hjartanu þínu. Og – hann hafði góðan smekk á tónlist.

drew5

 

Vatnsberinn – sá sem stal uppáhalds hettupeysunni þinni

Vatnsberinn er yfirleitt örlátur og sjálfstæður…sem er ástæðan fyrir því að þú reiðist þegar þú hugsar um af hverju hann tók alltaf uppáhalds dótið þitt. Hann átti til að eyðileggja það og þú fyrirgafst honum þangað til þú gafst upp.

drew99

Fiskurinn – draumóramaðurinn

Fiskurinn er alltaf bestur í byrjun sambands. Hann er óraunsær og rómantískur eins og í ævintýri. Hann talar mikið um framtíðina, þegar hann verður frægur, fríin sem hann ætlar að taka þig í og…hitt og þetta. Þrátt fyrir að þessar áætlanir hafi runnið út í sandinn var samt gaman að dreyma með honum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!