KVENNABLAÐIÐ

Madonna fagnar 61 árs afmælinu með stæl: Myndir

Það er bara ein „efnishyggjustelpa“ og það er Madonna. Hún er orðin 61 árs og er ekkert að láta aldurinn þvælast fyrir sér enda henti hún í eitt partý á föstudagskvöldið þar sem hún djammaði alla nóttina með 150 gestum.

Auglýsing

Margir voru dansarar og kollegar hennar sem vinna með henni að tónleikaferðalaginu Madame X. Fyrstu tónleikarnir verða í september í BAM óperuhúsinu í Brooklyn, New York.

Auglýsing

Madonna var sjálf klædd í fjögurra stjörnu herforingjabúning og byrjaði fjörið klukkan 22 og var lengi, sagði gestur.

Vinur Madonnu, meistarakokkurinn Francesco Panella bauð uppá geggjaðan matseðil, s.s.cacio e pepe, tuna tartare, pizzu og fleira ítalsk til heiðurs drottningunni.

Börn Madonnu þau Stella, David, Estere og Mercy sungu fyrir hana „Your Song“ og var dóttir hennar Lourdes Leon á staðnum þó hún hafi ekki tekið lagið.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!