KVENNABLAÐIÐ

Drottningin er „vonsvikin“ þar sem Harry og Meghan ætla ekki að eyða jólunum með konungsfjölskyldunni

Harry Bretaprins og Meghan Markle ætla að njóta jólanna á „látlausan hátt með nánustu fjölskyldumeðlimunum.“ Þau tilkynntu að þau ætluðu að taka sér sex vikna frí frá konunglegum skyldum og fara því til Bandaríkjanna, til móður Meghan, Doriu Ragland.

Auglýsing

Þrátt fyrir að í yfirlýsingu frá höllinni að þau hafi fullan stuðning fjölskyldunnar segir heimildarmaður við Us Weekly að Elísabet drottning sé mjög „v0nsvikin“ vegna ákvörðunarinnar.

„Parið mun nú eyða jólunum sem ný fjölskylda, með móður hennar Doriu en ekki í Sandringham eins og undanfarin tvö ár.“

Auglýsing

Fyrstu jól Meghan og Harry árið 2017 voru þau með William og Kate, Charles Bretaprins og fleiri meðlimum í Sandringham, Norfolk. Deilur milli Harry og Meghan annarsvegar og Will og Kate hinsvegar hafa eflaust haft áhrif á þessa ákvörðun og þau flýi þær aðsætður.

Þetta eru fyrstu jól Archie og þau vilja að þetta verði ofur sérstakt: „Það verður bara Doria og þau þrjú. Þau hafa þurft að upplifa ótrúlega mikið stress og drama. Þau setja fjölskylduna í fyrsta sæti núna.“

Harry talaði um sambandið við bróður sinn í heimildarmyndinni Harry & Meghan: An African Journey, sem var sýnd í október: „Hluti af þessari vinnu og þessu hlutverki er að vera undir mjög miklu álagi, þannig óhjákvæmilega gerast hlutir. En þú veist, við erum bræður, við verðum alltaf bræður. Við erum bara á mismunandi leið akkúrat núna en ég verð alltaf til staðar fyrir hann og hann fyrir mig.“

Willian og Kate sem eiga Georg (6), Charlotte (4) og Louis, 18 mánaða munu fagna jólunum með fjölskyldunni í næsta mánuði. Þau borða saman á aðfangadag, fara í messu að morgni jóladags og opna gjafir með drottningunni eftir það.