KVENNABLAÐIÐ

Faðir fær áfall að sjá jólagjafaóskir tíu ára dóttur sinnar

Faðir hefur nú deilt með internetinu svakalegum jólagjafalista tíu ára dóttur sinnar sem vill ekkert nema það besta. Á listanum eru 26 atriði sem hún óskar eftir að fá undir tréð nú í desember.

Auglýsing

Í stað þess að biðja um Barbie eða Legokubba hefur þessi unga framsækna stúlka frá Los Angeles ákaflega fágaðan smekk. Á listanum eru Gucci inniskór, Chanel veski og MacBook Air tölvu.

Hún bað jólasveininn einnig um vekjaraklukku, ný rúmföt, matarlit, þvottaefni og bleikt límband.

Listinn góði
Listinn góði
Auglýsing

Faðir hennar deildi listanum á Twitter og grínaðist með að hún „hlyti að vera viti sínu fjær.“

Einn sagði: „Að biðja um peninginn í lokin er alveg rokkstjörnu atriði.“ Annar sagði: „Gefðu henni vekjaraklukku! LOL, segðu henni að vakna upp frá draumnum.“

Ein sagði: „Hún er tíu ára! Hún þarf ekki ilmvatn! Hún á að fara út að leika sér!“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!