KVENNABLAÐIÐ

Meghan Markle bauð Hillary Clinton að sjá Archie „í leyni“

Hertogaynjan af Sussex bauð Hillary Clinton að hitta sig, Harry og Archie í Frogmore Cottage fimmtudaginn 14. nóvember. Þetta var í fyrsta skipti sem þær hittust, segir Daily Mail.

Auglýsing

Hillary mætti á heimilið og faðmaði Meghan að sér. Hún meira að segja knúsaði Archie í heimsókninni. „Báðar konurnar dást að hvor annarri og þetta var hlýr og fallegur fundur,“ segir ónefndur heimildarmðaur. „Þær eru aðdáendur hvor annarrar!“

Auglýsing

Meghan hefur alltaf dáð Hillary og meira að segja skrifaði henni þegar hún var 11 ára gömul og bað um hjálp við að fá „karlrembuauglýsingu“ fyrir uppþvottalög tekinn af dagskrá. Þarna var Hillary forsetafrú.

Aðdáunin er á báða bóga. Þegar Meghan ræddi um erfiðleikana við að vera ný mamma sýndi Hillary henni virðingu og samúð: „Ó guð, ég vil faðma hana. Ég er mamma líka, mig langaði bara að taka hana í faðminn.“

Og það gerði hún!

Hún sagði líka: „Ekki láta vondu strákana ná þér, haltu í þetta. Haltu áfram, gerðu það sem er rétt.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!