KVENNABLAÐIÐ

Meghan bíður enn eftir breskum ríkisborgararétti

Meghan Markle er ekki enn orðinn breskur ríkisborgari. Hún hefur verið gift Harry Bretaprins síðan í maí 2018 og Archie, sonur þeirra er orðinn sjö mánaða. Meghan sótti um ríkisborgararétt stuttu eftir trúlofunina í nóvember 2017 en staða hennar í þjóðfélaginu gefur henni engan forgang, sem hún er algerlega sátt við.

Auglýsing

„Það kann að hljóma fáránlegt þar sem hún hefur verið gift barnabarni drottningar í 18 mánuði en hún sættir sig við að svona lagað tekur tíma,“ segir heimildarmaður við Daily Mail.

Ferlið tekur um þrjú ár. Unnustar og unnustur skulu ganga í það heilaga innan sex mánaða og koma með sannanir, s.s. tölvupósta, flugmiða og myndir til að sanna að sambandið er í raun alvöru.

Auglýsing

Þremur árum áður en umsóknin er fyllt út á umsækjandinn ekki að eyða fleir en 270 dögum utan Bretlands nema eiginmaðurinn/konan vinni erlendis eða fyrir ríkisstjórnina. Eftir að þriggja ára tímabilinu lýkur þarf að taka próf er varðar tungumálið og svara spurningum um þjóðfélagið.

Meghan gekk að eiga Harry í London þann 19 maí 2018.

Meghan hefur átt í erfiðleikum með að aðlagast þessu nýja lífi eins og hún hefur sagt í viðtölum.

Harry og Meghan tóku nýverið þá ákvörðun að eyða ekki jólunum með konungsfjölskyldunni. Þau ætla að taka sér sex vikna frí frá opinberum störfum og fara á þakkargjörðarhátíðina til móður Meghan, Doria Ragland í Los Angeles með Archie.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!