KVENNABLAÐIÐ

Megan, Archie og Harry munu verja þakkargjörðarhátíðinni í Los Angeles

Litla konunglega fjölskyldan af Sussex mun njóta þakkargjörðarinnar í Los Angeles, Kaliforníuríki, en þau ætla að fagna henni með móður Meghan, Doria Ragland.

Auglýsing

Parið mun taka sér sex vikna frí frá konunglegum skyldum og fagna hátíðinni í fyrsta sinn þrjú saman.

Auglýsing

„Hertoginn og hertogaynjan eru afskaplega upptekin þar til um miðjan nóvember, en þá munu þau vera fegin að fara í frí með fjölskyldunni.“
Meghan, sem fædd er í Kaliforníuríki, vill að fimm mánaða sonur hennar – en hann er sjöundi að krúnunni – alist upp og viti af bandarískjum uppruna sínum.

Jólunum verja þau þó í Bretlandi, með drottningunni og fjölskyldu í Norfolk, Sandringham.

Koma þessar fréttir í kjölfar þess að Meghan kom fram í tilfinningaríku viðtali á ITV um erfiðleika þess að vera móðir í sviðsjósinu. Hún sagði m.a. „Ég myndi segja, allar konur, sérstaklega þegar þær eru óléttar, eru mjög viðkvæmar og það gerði þetta mjög erfitt. Og þegar þú átt nýfætt barn, þú veist? Og sérstaklega sem kona, þá er þetta bara mjög mikið. Svo bætur þú þessu ofan á það að reyna að vera ný mamma, eða nýgift, það er…já.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!