KVENNABLAÐIÐ

Upplýst hvert hataðasta jólalagið er: Ertu sammála?

Deila má um það út í hið óendanlega hvert leiðinlegasta jólalagið er, nú eða hvenær má byrja að spila jólalögin. Vísindin segja meira að segja að horfir þú á jólamyndir allt árið sé það gott fyrir heilsuna og minnki stress og áreiti og þeir sem byrji snemma að skreyta séu hamingjusamari en aðrir.

Auglýsing

jolalag3

Það er samt stutt í pirringinn hjá sumum og þegar lögin eru spiluð trekk í trekk getur það orðið hreinlega óþolandi fyrir suma.

Það kemur á óvart hvaða jólalög Bretar segja að fari mest í taugarnar á sér. Mariah Carey með lagið „All I Want for Christmas Is You“ trónir á toppnum sem mest óþolandi jólalagið.

Auglýsing

jolalag 2

Í öðru sæti var „Do They Know It’s Christmas?“ með Band Aid og lagið „I Wish It Could Be Christmas Everyday“ með Wizzard, sem við þekkjum í íslenskum búningi „Jól alla daga“ með Eiríki Haukssyni, var í þriðja sæti.

Könnunin var gerð af Huaway og tóku 2000 manns þátt í henni. Ertu sammála þessum lista?

jolalag

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!