KVENNABLAÐIÐ

Skilnaður Halle Berry: Ógeðfelld málsskjöl gerð opinber

Leikkonan Halle Berry segir að barnsfaðir hennar Gabriel Aubry hafi eyðilagt líf hennar með kynþáttaníði og andlegu ofbeldi. Einnig segir hún hann hafa átt í sifjaspellssambandi í mörg ár.

Óskarsverðlaunaleikkonan kom fram með ásakanir sínar fyrir lokuðum réttarhöldum.

Gabriel og Halle börðust um forræði dóttur þeirra, Nahla.

Halle og Gabriel
Halle og Gabriel

Halle segir Gabriel hafa verið fullan kynþáttahaturs og neitað að viðurkenna að Nahla væri af tveimur kynþáttum.

Auglýsing

Halle (53) segir einnig að Gabriel hafi átt í kynferðislegu sambandi við fjölskyldumeðlim og það hefði eyðilegt kynlífið þeirra: „Eftir fyrstu sex mánuði sambandsins dvínaði kynlífið og eftir eitt ár stunduðum við kynlíf minna en þrisvar á ári,“ sagði hún í málsskjölunum sem eru frá árinu 2011.

„Gabriel neitaði að takast á við vandann eða taka ábyrgð á þessu. Í staðinn gagnrýndi hann líkamann minn á hátt sem er mjög lítilsvirðandi við konur…ég fékk loksins að fara til þerapista til að ræða þessi mál,” segir í vitnisburði Halle.

Gabriel og Nahla
Gabriel og Nahla
Auglýsing

Einnig segir hún Gabriel (sem á átta systkini) að hann hefði átt í sifjaspellssambandi þegar hann var unglingur og flakkað á milli fósturheimila. Þetta samband stóð yfir í mörg ár áður en hinn aðilinn batt enda á það.

Gabriel átti sögu um geðvanda, s.s. þunglyndi, félagsfælni og kvíða en neitaði að leita sér hjálpar. Þetta endaði samband þeirra árið 2010.

Lögfræðingur Gabriels bað um að ummæli Halle yrðu gerð ómarktæk þar sem ásakanir um sifjaspell væri ekki til umræðu þar og að skapsbrestir hans væru ekki sannaðir.

Gabriel sem ákærði Halle einnig, vildi fá að vera löglega skráður dóttur þeirra Nahla í desember 2010 en það leiddi til málssóknarinnar og var hann skikkaður á reiðistjórnunarnámskeið árið 2012. Sagði hann hinsvegar að Halle hefði „ögrað” honum með „öskrum og látum.”

„Gagnstætt því sem fólk kann að halda er Halle ótrúlega geðstirð og hún getur verið mjög stjórnsöm og hefnigjörn,” stendur í skjölunum.

Halle og Oliver
Halle og Oliver

Halle hóf svo samband eftir skilnaðinn við Oliver Martinez sem lenti í slagsmálum við Gabriel árið 2012, þar sem Gabriel endaði með glóðarauga og bólgur í andliti. Báðir mennirnir kenndu hvor öðrum um, um upphaf slagsmálanna en enginn var ákærður.

Halle og Oliver giftu sig í júlí 2013 og fæddist sonur þeirra Maceo í október 2013. Þau skildu tveimur árum seinna.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!