KVENNABLAÐIÐ

Archie er kominn með tvær tennur!

Sonur Meghan Markle og Harry Bretaprins er að vinna í konunglega brosinu sínu og sagði móðir hans á miðvikudagsmorgun þar sem hún hitti hermannafjölskyldur að Archie væri kominn með tvær tennur.

Auglýsing

Hitti Meghan unga krakka á Broom Farm Community Centre í Windsor, og sagði við litla stúlku þar: „Sjá allar litlu tennurnar þínar! Archie er kominn með tvær tennur.“ Svo benti hún á neðri vörina á sér og sagði: „Tvær pínulitlar þarna.“

Auglýsing

Birtust hjónin óvænt á þennan viðburð sem haldinn er nálægt Frogmore Cottage þar sem þau búa.

Meghan nýtti tækifærið til að spjalla við aðra foreldra um svefn, tanntöku og hvenær börnin byrja að skríða.

Meghan og Harry eru nýkomin heim frá Afríku þar sem Archie sást í fyrsta sinn opinberlega. Hún sagði hann „elska að daðra,“ hann vilji bara standa upp og er hún greinilega afskaplega nærgætin mamma!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!