KVENNABLAÐIÐ

Rosie O’Donnell og Elizabeth Rooney slíta trúlofuninni

Rosie O’Donnell og unnustan Elizabeth Rooney hafa nú hætt saman eftir tveggja ára samband. Rosie hefur ekki „minnst á Elizabeth í einhvern tíma“ og er víst búin að henda lögreglukonunni út af Instagram.

Auglýsing

Elizabeth hefur einnig fjarlægt Rosie af sínum samfélagsmiðlum, líka mynd frá október 2018 þar sem hún sýnir trúlofunarhringinn.

Auglýsing

Rosie hefur ekkert tjáð sig um sambandsslitin, né talsmenn hennar.

Rosie tjáði sig fyrst um samband þeirra í „The Howard Stern Show” í nóvember 2017: „Ég er ástfangin. Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef verið í sambandi með manneskju sem er yngri en ég og þetta er alveg klikkað.“

Rosie sagðist aldrei ætla að gifta sig aftur, eða í þriðja skiptið, en hún staðfesti trúlofunina árið 2018.

O’Donnell var gift Kelli Carpenter á árunum 2004-2007 og Michelle Rounds, sem lést af völdum sjálfsvígs, frá 2012-2015.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!