KVENNABLAÐIÐ

Whitney Houston prófaði fyrst kókaín aðeins 14 ára gömul

Í nýrri æviminningabók segir Robyn Crawford fyrrum elskhugi söngkonunnar sálugu, Whitney Houston, að þær hafi verið elskendur. Robyn var við hlið Whitneyar þegar hún varð sú stjarna sem hún varð…en hún var einnig vitni að falli hennar, aukinni eiturlyfjaneyslu og svo loks aðskilnaði árið 2000 en þá gafst Robyn upp á Whitney.

my2

Eiturlyfin voru alltaf viðstödd líf Whitneyar. Þær reyktu saman maríjúana þegar þær kynntust, Whitney 17 ára og Robyn 19. Þá hafði Whitney prófað kókaín: „Hún sagði mér að hún hefði verið 14 ára þegar hún prófaði það fyrst.“

Auglýsing

Þegar Whitney skaust á stjörnuhimininn sagði hún oft við Robyn: „Kókaín getur ekki farið þangað sem við erum að fara,“ en við vorum ekki tilbúnar að hætta því strax. Robyn segist hafa sagt: „Neibb, við erum hér nú þegar. Og kókaínið er enn hér. Það ætti ekki að vera þar. Og þá sagði Whitney: „Ég veit, ég er að fara að hætta.“ En svo hætti hún aldei. „Hún dáðist að því að ég gat hætt,“ segir Robyn. „Hún sagðist ætla að hætta en hún var aldrei tilbúin.“

Auglýsing

Whitney einangraði sig meira og meira og neyslan jókst, sérstaklega eftir að hún giftist Bobby Brown árið 1992. Allt var að fara úr böndunum: fjölskyldan, tónleikaferðalögin, vangaveltur um kynhneigð hennar og fíknin. „Þetta var eins og risastór vél sem stoppaði aldrei.“

my

John Houston, faðir Whitneyar og Robyn báðu Whitney að fara í meðferð á Silver Hill í Connecticutríki. „Ég get enn séð anditið á henni fyrir mér þegar hún sagði: „Ég er ekki tilbúin að fara ég vil ekki fara,“ skrifar Robyn. „Ég var búin að gera allt sem ég gat gert og í fyrsta sinn áttaði ég mig á því að ég yrði að bjarga sjálfri mér.“ Robyn hætti sem umboðsmaður hennar árið 2000 eins og áður sagði.

Robyn hætti þó aldrei að hafa áhyggjur af Whitney og heyrði stundum í fólki sem vann fyrir hana. Þá frétti hún að Whitney hefði oft grátið og beðið um Robyn. „Ég gat samt ekki hjálpað henni fyrr en hún myndi ákveða það.“

Eftir að Whitney lést árið 2012 hefur Robyn syrgt hana og þá staðreynd að hún fékk aldrei þá hjálp sem hun þurfti. Whitney var að bíða eftir mér og ég beið eftir henni.“