KVENNABLAÐIÐ

Maður kallaður „ógeðslegur pervert“ eftir að hann benti konu á atriði varðandi buxurnar hennar í ræktinni

Maður nokkur hefur leitað ráða hjá Internetinu (ekki alltaf sniðugt, samt) eftir að hann hélt að hann væri að gera konu greiða í ræktinni, en honum fannst að hann væri hjálplegur. Ekki fékk hann þakklát viðbrögð frá konunni sem kallaði hann „ógeðslegan pervert.“

Auglýsing

Maðurinn var sumsé í ræktinni þar sem hann fór á æfingasvæðið. Gerði hann nokkrar hnébeygjur með lóðum og sá að kona var að gera hnébeygjur einnig. Þar sem hún beygði sig niður í sitjandi stellingu gat hann séð um leið að hann „gat séð rassinn á henni“ í gegnum buxurnar.

Hann hélt áfram að gera æfingarnar og sagðist ekki vera „spjallari“ í ræktinni heldur vildi vera út af fyrir sig. Þar sem konan hélt áfram að gera æfingarnar sá hann að rassinn á buxunum var svo snjáður „að hann sá í rauninni allt.“

Auglýsing

Maðurinn sagði söguna á Reddit og sagði: „Ég hef ekki hugmynd af hverju mér var ekki sama (ég er giftur og hafði engan áhuga) en ég fór í hjálpargírinn og passaði að enginn myndi heyra í okkur og hvíslaði að henni: „Hey, ég veit þetta er ferlega undarlegt, en mér liði enn undarlegar ef ég myndi ekki segja eitthvað. Þegar þú tekur hnébeygjur og buxurnar þínar teygjast sést rassinn í gegn.“

„Aftur, ég hélt ég væri að vera hjálplegur,“ heldur hann áfram. „Ég hélt hún myndi vilja vita þetta, en andskotinn hafi það, hún sá þetta ekki svona. Í raun öskraði hún bara á mig: „Ógeðslegi pervertinn þinn! Hættu að glápa á rassinn á mér!“

scr

„Ég þurfti ekkert að láta segja mér þetta tvisvar og hálf ræktin var að stara á mig, þannig ég hélt áfram að æfa og þurfti að þola illar augngotur í um 20 mínútur og fór svo heim.“

Maðurinn kom heim með skottið á milli lappanna, og segir að konan hans hafi sagst vera sammála konunni í gegnsæju buxunum, hún hefði farið „alveg í kleinu“ ef einhver hefði benti henni á svipað.“

Svo spurði hann notendur á Reddit hvort þetta hefði verið rangt af honum – að höndla aðstæður á þennan hátt.

Fékk hann auðvitað mismunandi svör: „Ég myndi algerlega vilja vita ef ég væri í gegnsæjum buxum þegar ég beygði mig.“ sagði einn.

„Kannski vissi hún það og var alveg sama. Hún hefði bara getað sagt takk og sleppt því að öskra. Þú ert ekki pervert fyrir að taka eftir slíku,“ sagði annar.

Sumir sögðu að hvernig hann orðaði hlutina hefði komið honum í vandræði: „Þú ert fáviti að gera þetta vandræðalegt og ógeðslegt að þú minntist á rassinn á henni.“

„Þú hefðir bara getað sagt henni að hún væri í gegnsæjum buxum og ekkert annað,“ sagði annar.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!