KVENNABLAÐIÐ

Tvær stúlkur enduðu á spítala eftir hnébeygjukeppni

Okkur er alltaf sagt að hreyfing sé góð fyrir heilsuna, en tvær stúlkur lærðu á sársaukafullan hátt, að of mikil æfing getur verið lífshættuleg.

Þann 10 júlí síðastliðinn skoraði hin 19 ára Tang, frá Chonqing í Kína, á bestu vinkonu sína í hnébeygjukeppni, til að sjá hvor hefði meira úthald. Þær settu af stað myndbandssamtal í tölvunni og gerðu svo eina hnébeygju í einu til að sjá hvor gæfist upp fyrst.

Auglýsing

Vandinn var sá að báðar tóku keppninni mjög alvarlega og hvorug vildi gefast upp, þrátt fyrir brennandi tilfinningu í lærum og rassi.

Tang sagði læknunum að þær hefðu ábyggilega gert meira en 1000 hnébeygjur hvor en þá fóru vöðvar í fótleggjum þeirra að gefa sig.

Auglýsing

Eftir keppnina fengu þær báðar harðsperrur en héldu að það væri eðlilegt eftir æfingu af þessu tagi. Tang fann enn fyrir fótunum daginn þar á eftir en hún fór í vinnuna. Hún áttaði sig ekki á fyrr en þriðja daginn að hún vaknaði með ótrúlega verki í fótunum og gat ekki beygt fæturnar við hné.

Tang staulaðist á baðherbergið og sá að þvagið hennar var á litinn eins og svart te, en hún hafði lært í hernum að það væri merki um alvarlegan vanda í líkamamum. Tang fór á spítalannn þar sem hún var greind með

Rhabdomyolysis (isl. rákvöðvarof) þar sem vöðvaþræðir deyja og fara út í blóðrásina. Þetta getur leitt til dauða þar sem nýrun hafa ekki við að losa úrgang.

hneb 2

Læknir sagði við Tang að hún væri heppin að hafa komið inn snemma og hún væri það ung að hún myndi jafna sig. eldri manneskja myndi eflaust hafa fengið nýrnabilun.

Þegar Tang hringdi í vinkonu sína frá spítalanum varð hún afar undrandi að heyra að hún var þar líka, vegna sama atviks.

Þannig…farið varlega í æfingar gott fólk! Ekki þúsund hnébeygjur!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!