KVENNABLAÐIÐ

„Eitt af því hugrakkasta sem þú getur gert er að hætta að drekka áfengi“

Kelly Hanner er edrú fyrirmynd og gaf hún leyfi fyrir birtingu eftirfarandi færslu. Gefum henni orðið: „Eitt af því hugrakkasta sem þú getur gert í okkar samfélagi er að hætta að drekka áfengi.

Þessir vinir sem þú þarft að drekka til að vera í kringum svo þú getir slakað á…þú ferð að átta þig á því að ef þetta væri í raun „þitt fólk“ þyrftir þú ekki hugrekki í vökvaformi til að láta þér líða eðlilega í kringum það.

Auglýsing

Þetta snýst um að átta sig á því að NÆSTUM ALLIR drekka og ákveða viðburði í kringum drykkju sem leiðir óhjákvæmilega til þess að þú þarft að finna þér nýjan vinahóp sem þarf ekki að drekka til að skemmta sér.

kell3

Að fara á viðburð sem þú kemst ekki frá þar sem allir eru að drekka og þú ert eina edrú manneskjan og þar af leiðandi sú eina sem heil brú er í.

Þetta snýst líka um að vera á stað þar sem þér finnst þú kannski vera ein/n, einmana og einangruð þar sem þú ert eini einstaklingurinn sem er ekki að drekka og allir eru út úr heiminum.

Auglýsing

kell1

Ef þú reiknar dæmið til enda áttarðu þig á að allur peningurinn sem þú eyddir í drykkju og djamm hefði getað verið eytt í að fjárfesta í sjálfri þér, draumunum þínum, reynslu og hlutum sem þú raunverulega manst eftir.

Þetta sýst um hugrekkið til að standa keik/ur, þegar allir eru að reyna að þrýsta á þig.

Þetta snýst um að átta sig á að stærsta ástæðan fyrir því að þú drakkst þig fulla/n var til að deyfa þig. Deyfa þig gagnvart samfélagi sem krefur þig til að vera drukkinn, óhamingjusaman, kvíðinn, þunglyndan, stressaðan og útkeyrðan.

kell4

Þetta snýst um að sætta sig við að drykkjan þín heldur þér stöðugt í vítahring þess að drekkja vandamálum þínum og gleyma þeim…bara í einn dag enn.

Þú áttar þig á hversu ömurleg drykkjan er þér, sérstaklega þegar þú ferð í blackout og hvernig þynnkan hefur eyðilagt óteljandi daga fyrir þér sem eru dýrmætir.

Ertu nógu hugrakkur eða hugrökk til að horfast í augu við djöflana og leita ekki að öðrum lesti til að taka upp í staðinn? Þú þarft að grafa í gegnum drulluna til að ákvarða hver þú raunverulega ert þegar búsið er ekki í jöfnunni.

Skál fyrir því að ég hafi hitt á taug hjá einhverjum!

______________________________

Þú getur fylgst með Kelly á Instagram eða Facebook

Heimasíða SÁÁ og AA

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!