KVENNABLAÐIÐ

Klámstjarnan Jessica Jaymes reyndi margsinnis sjálfsvíg áður en hún lést á hörmulegan hátt

Áður en klámmyndaleikkonan Jessica Jaymes lést af völdum slags sem tengdist mikilli ofneyslu áfengis reyndi hún oft að taka eigið líf. Hún þjáðist af djúpu þunglyndi og var einungis fertug þegar hún lést þann 17. september síðastliðinn.

Auglýsing

Samkvæmt dánardómstjóra í Los Angeles eru fyrstu niðurstöður krufningar þær að hún hafði sögu um þunglyndi, sjálfsvígshugsanir, fíkn í áfengi og lyfseðilsskyld lyf og stundaði sjálfsskaða.

Dánardómsstjóri tekur einnig fram að lík hennar hafði afar mörg ör, bæði á úlnliðum og framhandleggjum. Fjólubláir, brúnir og bláir marblettir voru á rasskinnum, höndum og fótum.

jaym in

Síðast í apríl 2019 reyndi hún sjálfsvíg: Hún skar á úlnliðinn, tók of mikið af Ambien og skildi eftir kveðjubréf.

Jessiva hafði verið lögð inn á geðsjúkrahús þrisvar sinnum (5150) þar sem úrskurðað var að hún væri í hættu, sjálfri sér eða öðru.

Raunverulegt nafn hennar var Jessica Redding og hún „drakk áfengi, missti minnið og tók of mikið af svefnlyfjum.“

Auglýsing

Fyrrum eiginmaður hennar og vinur fóru að athuga með hana eftir að hafa ekki heyrt í henni í sex daga. Fannst hún á grúfu á stofugólfinu með höfuðið á sófanum í bláum slopp. Lögregla var kölluð til en hún var úrskurðuð látin á staðnum.

„Lyfseðilsskyld lyf og pillur“ fundust á baðherberginu en ofneysla áfengis ásamt lyfjunum var eitthvað sem hún stundaði.

Fyrir dauða hennar hafði hún leikið í meira en 200 fullorðinsmyndum. Fyrir klámferilinn hafði hún unnið sem grunnskólakennari.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!