KVENNABLAÐIÐ

Maður deildi árangri sínum eftir að hafa verið edrú í þrjú ár og breytingin er mögnuð!

Áfengislaust líf er gott líf! Kenny D, 37 ára járnbrautarverkfræðingur frá Bandaríkjunum deildi myndum af sér yfir þriggja ára tímabil þar sem dramatísk breyting átti sér stað.

Kenny hóf áfengisneyslu þegar hann var í menntaskóla. Hann sá að þegar hann fór að drekka gat hann ekki hætt og hann varð drukkinn í hvert einasta skipti. Þetta setti af stað ömurlegan spíral þar sem hann drakk daglega allt of mikið.

Auglýsing
24 tímar
24 tímar

Þrátt fyrir einhver drykkjulaus tímabil var hann upp á sitt versta þegar hann drakk – minnisleysi hrjáði hann þrisvar til fjórum sinnum í viku og drakk hann alltaf milli 12-24 drykki á dag. Hann vissi að hann yrði að breytast og fór hann því að sækja AA fundi (Alcoholics Anonymous). Þeir sem ekki þekkja samtökin er um að ræða tólf spora kerfi og hvatt er til bata í smáum skrefum í einu. Til marks um edrútíma eru gefnir edrúpeningar fyrir tímann sem fólk er edrú, s.s. 24 tímar, mánuður, ár, o.s.frv.

30 dagar
30 dagar

Kenny ákvað að taka mynd af sér í hvert skipti sem hann fékk slíkan pening og eru myndirnar ótrúlegar, enda hafa þær farið á flug á netinu.

Auglýsing
90 dagar
90 dagar

Hann sagði við Bored Panda: „Ég tók mynd af mér í hvert skipti sem ég fékk pening. Ég var svo veikur og leit svo illa út, ég vildi taka mynd til að muna hvernig þetta var. Þegar ég var búinn að vera edrú í mánuð sá ég hversu mikið ég hafði breyst þannig ég tók aðra sjálfu.“
Svo hélt hann því bara áfram og má sjá að þetta er allt annar maður – glaðari og lítur betur út!

Eitt ár
Eitt ár
Tvö ár
Tvö ár
Þrjú ár!
Þrjú ár!